Við karlmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 8. júlí 2021 07:00 Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Kynferðisofbeldi MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar