Fimm álmur Ásmundarsalar Björn Leví Gunnarsson skrifar 1. júlí 2021 13:00 Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar