Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 10:00 Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun