Aðgerðir til að verjast uppgangi skipulagðra glæpahópa Karl Gauti Hjaltason skrifar 7. maí 2021 18:01 Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Miðflokkurinn Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun