Ég skal falla á kné og grátbiðja um endurmat Sigmar Vilhjálmsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun