Það sem ég vissi ekki að ég vissi Sigurður Páll Jónsson skrifar 13. apríl 2021 15:30 Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Heilbrigðismál Fíkn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun