Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar Tatjana Latinovic skrifar 31. mars 2021 07:00 Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tyrkland Tatjana Latinovic Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Istanbúlsamningurinn er fyrsta alþjóðlega verkfærið sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Samningurinn hefur bæði forvarnargildi og vinnur beint gegn kynbundnu ofbeldi. Í samningnum er að finna yfirgripsmikið regluverk og stefnumarkmið sem fyrirbyggir ofbeldi, styður brotaþola og myndar refsiramma fyrir gerendur. Ísland er meðal þeirra 34 ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en alls hafa 45 þjóðríki og Evrópusambandið undirritað hann. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í veg fyrir aukið jafnrétti í Tyrklandi, heldur Evrópu allri því ákvörðunin setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði kunna að standa höllum fæti. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hvatningu til íslenskra stjórnvalda um að uppfylla skuldbindingar sínar sem aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem fullgilt hefur Istanbúlsamninginn. Í bréfunum eru þau hvött til að grípa til eftirfarandi aðgerða: • Að hvetja tyrknesk stjórnvöld til að draga til baka ákvörðun sína um að segja sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins og ríki sem undirritað hafa Istanbúlsamninginn að beita öllum lagalegum og pólitískum ráðum til að koma í veg fyrir að Tyrkland geti sagt sig frá Istanbúlsamningnum. • Að hvetja öll aðildarríki Evrópuráðsins til að fullgilda Istanbúlsamninginn tafarlaust og skilyrðislaust, hafi það ekki þegar verið gert. Með þessum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt pólitíska forystu á alþjóðavettvangi og verið öðrum þjóðum leiðarljós í jafnréttismálum. Staða kvenna hefur snarversnað á tímum alheimsfaraldurs COVID-19 um heim allan. Konur eru sérstaklega útsettar fyrir afleiðingum efnahagskreppunnar sem fylgt hefur faraldrinum og hafa þurft að bera þunga byrði í umönnunarstörfum. Ofbeldi gegn konum og börnum hefur á sama tíma aukist, og er Ísland þar engin undantekning. Tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi hefur fjölgað í kjölfar COVID-19, sem og tilkynningum til barnaverndar. Það er á tímum sem þessum sem mikilvægi alþjóðlegra samninga gegn ofbeldi, líkt og Istanbúlsamningsins, er augljóst. Nú er nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman, bregðist við bakslaginu í kvenréttindum og tryggi áframhaldandi framþróun í jafnréttismálum. Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar. Allar konur og stúlkur eiga það skilið að lifa lífi sínu frjálsar frá ofbeldi. Grípum til aðgerða strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun