Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 18. mars 2021 15:31 Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun