Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 18. mars 2021 15:31 Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun