„Bara ef það hentar mér“ Jón Björn Hákonarson og Íris Róbertsdóttir skrifa 12. mars 2021 19:29 Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélögin. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélögin hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Íris Róbertsdóttir Jón Björn Hákonarson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélögin. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélögin hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun