Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 14:15 Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Alþingi Viðreisn Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun