Að þora inn í gin úlfsins Marta Eiríksdóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:30 Með þessari grein ætla ég að gera tilraun til þess að fá engin skítköst í þessu blessaða „kommenta“kerfi sem væri annars svo frábært að leggja alveg niður, því ég hef grun um að það þjóni engum fallegum tilgangi, þegar upp er staðið. Þetta fyrirkomulag vefmiðlanna heldur bara aftur af jákvæðu fólki. Þeim sem langar til að skrifa opinberlega og leggja eitthvað til málanna í landinu okkar en veigra sér við því vegna þeirrar neikvæðni sem skellur á þeim að lokinni birtingu á vefmiðli. Það er annars mjög áhugavert að skoða skrif þeirra sem ráðast á aðra í „kommenta“ kerfinu og merkilegt hvað þeir taka þar mikið pláss, eru bálreiðir út í allt og alla. Fólkið dæmir sig sjálft með neikvæðum skrifum sínum og ómálefnalegri umræðu. Það er ekki þess virði að elta ólar við svoleiðis fólk. Verum góð hvert við annað. Við verðum öll að þora að fara inn í gin úlfsins; Að láta skoðun okkar í ljós á opinberum vettvangi. Íslenskt samfélag þarf á jákvæðu fólki að halda. Það er ekki gott ef þeir sem vilja vel, þora ekki að tala af ótta við að vera kallaðir fasistar, rasistar, nasistar, forréttindapíkur eða bara hálfvitar. Þá velja nú flestir að sleppa því að tjá sig opinberlega og lifa frekar áfram í friði í sínum innsta hring. En við þurfum að fá að heyra í fleiru jákvæðu fólki, fá bylgju jákvæðni inn í samfélagið okkar. Ekki veitir af. Verum málefnaleg því þá er hlustað Margar ólíkar skoðanir auðga mannlíf okkar og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Viðrum hugsanir okkar. Sjáum hvað hinir hafa fram að færa og fáum þannig nýjar hugmyndir, jafnvel leiðir til lausna. Það kemur ekkert gott út úr því þegar „kommenta“ kerfið er stútfullt af persónulegum árásum, niðurrifi og tómri vitleysu! Engum finnst þægilegt að láta kalla sig öllum illum nöfnum á opinberum vettvangi. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem fara í þingmennsku! Við megum ekki láta neikvæðu öflin hafa vinninginn í þessu landi eða leyfa þeim að þagga niður í alls konar góðum hugmyndum. Landið okkar er á tímamótum. Hvernig við spilum úr stöðunni sem upp er komin núna, leiðir börn þessa lands inn í farsæla framtíð eða vansæla. Við viljum öll kenna börnum okkar að meta fólk eftir hjartalagi en ekki uppruna. Breytingar um alla jörð Heimurinn er að breytast og fólk er að flytja á milli landa. Það tekur á fyrir alla og krefst sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Ég veit hvernig það er að búa í erlendu landi og vera atvinnulaus. Það er ekki létt. Íslendingar eru að fá nýja innspýtingu fólks af erlendu bergi sem auðgar mannlífið ef rétt er á málum haldið. Íslensk tunga er þjóðtunga Íslands, það er menningararfur Íslendinga. Ákveðnir töfrar liggja í þessu eldgamla víkingamáli. Já það er krefjandi að læra það. En mjög spennandi að kunna það segja mér erlendir vinir mínir sem æfa sig í að tjá sig á íslensku en ekki á ensku. Þannig komast þeir betur inn í samfélagið, skilja kerfið betur hér og geta bjargað sér. Ísland hefur alla burði til að vera draumaland því hér er gott að búa. Við eigum öll heima hér Menningararfur og þjóðarsjálfsmynd skiptir ekki bara marga Íslendinga máli, heldur einnig þær þjóðir sem setjast hér að en hafa yfirgefið heimalandið sitt í leit að betra lífi. Við eigum öll menningararf að heiman sem okkur þykir vænt um. Það vita þeir sem búið hafa erlendis og finna söknuðinn til gömlu ættjarðarinnar. Miklar breytingar hafa orðið hér á landi undanfarin ár. Við þurfum að staldra við og ákveða hvert við viljum stefna. Hingað kom fullt af erlendu vinnuafli til að starfa í ferðamannaiðnaði en þá þótti nóg að tala ensku. Nú er þetta sama fólk atvinnulaust og leitar að atvinnu í landi þar sem túrisminn er í dvala. Þá er meiri þörf á íslenskukunnáttu því Íslendingar vilja tala móðurmálið sitt á Íslandi. Nú eru erlendir starfsmenn ekki lengur að starfa fyrir erlenda ferðamenn heldur fyrir og með innfæddum. Þá reynir á allt aðra tungumálahæfni. Við getum alveg tekið vel á móti þessum nýju íbúum og boðið þeim fría íslenskukennslu. Hvatt þá til að læra málið okkar. Fyrirtæki eiga að sjá sóma sinn í því að styðja erlent starfsfólk til íslenskunáms. Það leynist auður í allskonar fólki. Íslensk tungumálakunnátta myndi greiða leið margra sem flytja hingað. Það er kjarni málsins; Að hjálpa fólki að aðlagast íslensku samfélagi. Tungumálið er lykillinn að tækifærum í hverju landi. Þýðir ekki að berja hausnum við stein og halda að maður komist áfram á ensku til lengdar á Íslandi eða í öðru norrænu landi. Staðreynd af fenginni reynslu en ekki fordómar! Búum til fallegt samfélag. Prófum að gera það með virðingu fyrir þjóðinni sem bjó áður í landinu. Það getur nefnilega verið erfitt fyrir marga sem aldir voru hér upp í einangruðu einsleitu eyjasamfélagi eins og Íslandi, að venjast gerbreyttu nútímasamfélagi. Til dæmis amma og afi. Sýnum þeim skilning. Komið úr felum gott fólk! Það er örugglega til fullt af góðu fólki í samfélaginu okkar sem skortir hugrekki til opinberra skrifa vegna úlfanna sem bíða í leynum eftir að fá að rífa aðra í sig. Fullt af jákvæðu fólki sem langar til að finna lausnir á þeirri stöðu sem upp er komin á Íslandi gagnvart nýjum íbúum. Fólki sem leitar eftir friði og velsæld fyrir alla íbúa landsins og er með sniðugar hugmyndir. Með kærleikann að vopni svo allir fái að njóta sín hér. Við komumst ekki hjá því að búa til nýtt Ísland, fjölmenningarsamfélag, með virðingu fyrir rótum og uppruna þjóðar sem byggði þetta land og með virðingu fyrir nýjum íbúum landsins. Gott fólk komið úr felum! Birtið fleiri uppbyggjandi greinar frá ykkur á vefmiðlum landsins. Greinar frá allskonar fólki sem hefur eitthvað fallegt fram að færa inn í samfélag okkar. Góðar hugmyndir sem stuðla að friði á milli ólíkra samfélagshópa sem búa á Íslandi í dag. Búum til gott Ísland – Gerum þetta saman! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Marta Eiríksdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Með þessari grein ætla ég að gera tilraun til þess að fá engin skítköst í þessu blessaða „kommenta“kerfi sem væri annars svo frábært að leggja alveg niður, því ég hef grun um að það þjóni engum fallegum tilgangi, þegar upp er staðið. Þetta fyrirkomulag vefmiðlanna heldur bara aftur af jákvæðu fólki. Þeim sem langar til að skrifa opinberlega og leggja eitthvað til málanna í landinu okkar en veigra sér við því vegna þeirrar neikvæðni sem skellur á þeim að lokinni birtingu á vefmiðli. Það er annars mjög áhugavert að skoða skrif þeirra sem ráðast á aðra í „kommenta“ kerfinu og merkilegt hvað þeir taka þar mikið pláss, eru bálreiðir út í allt og alla. Fólkið dæmir sig sjálft með neikvæðum skrifum sínum og ómálefnalegri umræðu. Það er ekki þess virði að elta ólar við svoleiðis fólk. Verum góð hvert við annað. Við verðum öll að þora að fara inn í gin úlfsins; Að láta skoðun okkar í ljós á opinberum vettvangi. Íslenskt samfélag þarf á jákvæðu fólki að halda. Það er ekki gott ef þeir sem vilja vel, þora ekki að tala af ótta við að vera kallaðir fasistar, rasistar, nasistar, forréttindapíkur eða bara hálfvitar. Þá velja nú flestir að sleppa því að tjá sig opinberlega og lifa frekar áfram í friði í sínum innsta hring. En við þurfum að fá að heyra í fleiru jákvæðu fólki, fá bylgju jákvæðni inn í samfélagið okkar. Ekki veitir af. Verum málefnaleg því þá er hlustað Margar ólíkar skoðanir auðga mannlíf okkar og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Viðrum hugsanir okkar. Sjáum hvað hinir hafa fram að færa og fáum þannig nýjar hugmyndir, jafnvel leiðir til lausna. Það kemur ekkert gott út úr því þegar „kommenta“ kerfið er stútfullt af persónulegum árásum, niðurrifi og tómri vitleysu! Engum finnst þægilegt að láta kalla sig öllum illum nöfnum á opinberum vettvangi. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem fara í þingmennsku! Við megum ekki láta neikvæðu öflin hafa vinninginn í þessu landi eða leyfa þeim að þagga niður í alls konar góðum hugmyndum. Landið okkar er á tímamótum. Hvernig við spilum úr stöðunni sem upp er komin núna, leiðir börn þessa lands inn í farsæla framtíð eða vansæla. Við viljum öll kenna börnum okkar að meta fólk eftir hjartalagi en ekki uppruna. Breytingar um alla jörð Heimurinn er að breytast og fólk er að flytja á milli landa. Það tekur á fyrir alla og krefst sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Ég veit hvernig það er að búa í erlendu landi og vera atvinnulaus. Það er ekki létt. Íslendingar eru að fá nýja innspýtingu fólks af erlendu bergi sem auðgar mannlífið ef rétt er á málum haldið. Íslensk tunga er þjóðtunga Íslands, það er menningararfur Íslendinga. Ákveðnir töfrar liggja í þessu eldgamla víkingamáli. Já það er krefjandi að læra það. En mjög spennandi að kunna það segja mér erlendir vinir mínir sem æfa sig í að tjá sig á íslensku en ekki á ensku. Þannig komast þeir betur inn í samfélagið, skilja kerfið betur hér og geta bjargað sér. Ísland hefur alla burði til að vera draumaland því hér er gott að búa. Við eigum öll heima hér Menningararfur og þjóðarsjálfsmynd skiptir ekki bara marga Íslendinga máli, heldur einnig þær þjóðir sem setjast hér að en hafa yfirgefið heimalandið sitt í leit að betra lífi. Við eigum öll menningararf að heiman sem okkur þykir vænt um. Það vita þeir sem búið hafa erlendis og finna söknuðinn til gömlu ættjarðarinnar. Miklar breytingar hafa orðið hér á landi undanfarin ár. Við þurfum að staldra við og ákveða hvert við viljum stefna. Hingað kom fullt af erlendu vinnuafli til að starfa í ferðamannaiðnaði en þá þótti nóg að tala ensku. Nú er þetta sama fólk atvinnulaust og leitar að atvinnu í landi þar sem túrisminn er í dvala. Þá er meiri þörf á íslenskukunnáttu því Íslendingar vilja tala móðurmálið sitt á Íslandi. Nú eru erlendir starfsmenn ekki lengur að starfa fyrir erlenda ferðamenn heldur fyrir og með innfæddum. Þá reynir á allt aðra tungumálahæfni. Við getum alveg tekið vel á móti þessum nýju íbúum og boðið þeim fría íslenskukennslu. Hvatt þá til að læra málið okkar. Fyrirtæki eiga að sjá sóma sinn í því að styðja erlent starfsfólk til íslenskunáms. Það leynist auður í allskonar fólki. Íslensk tungumálakunnátta myndi greiða leið margra sem flytja hingað. Það er kjarni málsins; Að hjálpa fólki að aðlagast íslensku samfélagi. Tungumálið er lykillinn að tækifærum í hverju landi. Þýðir ekki að berja hausnum við stein og halda að maður komist áfram á ensku til lengdar á Íslandi eða í öðru norrænu landi. Staðreynd af fenginni reynslu en ekki fordómar! Búum til fallegt samfélag. Prófum að gera það með virðingu fyrir þjóðinni sem bjó áður í landinu. Það getur nefnilega verið erfitt fyrir marga sem aldir voru hér upp í einangruðu einsleitu eyjasamfélagi eins og Íslandi, að venjast gerbreyttu nútímasamfélagi. Til dæmis amma og afi. Sýnum þeim skilning. Komið úr felum gott fólk! Það er örugglega til fullt af góðu fólki í samfélaginu okkar sem skortir hugrekki til opinberra skrifa vegna úlfanna sem bíða í leynum eftir að fá að rífa aðra í sig. Fullt af jákvæðu fólki sem langar til að finna lausnir á þeirri stöðu sem upp er komin á Íslandi gagnvart nýjum íbúum. Fólki sem leitar eftir friði og velsæld fyrir alla íbúa landsins og er með sniðugar hugmyndir. Með kærleikann að vopni svo allir fái að njóta sín hér. Við komumst ekki hjá því að búa til nýtt Ísland, fjölmenningarsamfélag, með virðingu fyrir rótum og uppruna þjóðar sem byggði þetta land og með virðingu fyrir nýjum íbúum landsins. Gott fólk komið úr felum! Birtið fleiri uppbyggjandi greinar frá ykkur á vefmiðlum landsins. Greinar frá allskonar fólki sem hefur eitthvað fallegt fram að færa inn í samfélag okkar. Góðar hugmyndir sem stuðla að friði á milli ólíkra samfélagshópa sem búa á Íslandi í dag. Búum til gott Ísland – Gerum þetta saman!
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun