Ekki lengur vísindaskáldskapur Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 27. janúar 2021 08:01 Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Nýsköpun Edda Sif Aradóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun