Að búa í haginn Oddný G. Harðardóttir skrifar 6. janúar 2021 13:01 Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem eru til þess fallin að veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var síðan Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og verið er að draga tennurnar úr skattrannsóknarstjóra með frumvarpi sem er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd. Og nú stendur til að selja hluti í Íslandsbanka áður en að kjörtímabili lýkur. Það er verið að búa í haginn fyrir þá sem sýsla með mikla peninga. Veikara Fjármálaeftirlit Í fyrra vor stóðum við frammi fyrir þeirri spurningu hvort sjálfstæður seðlabanki með allt fjármálaeftirlitið yrði sterkari til að takast á við framtíðaráföll. Um það voru skiptar skoðanir innan þings sem utan. Ég tel að það hafi hvorki verið heillaskref fyrir Fjármálaeftirlitið né Seðlabankann að renna Fjármálaeftirlitinu inn í Seðlabankann. Heildaryfirsýn á kerfisáhættu og sterkt eftirlit með fjármálageiranum er nauðsynlegt en leiðin sem samþykkt var með lögum í júní 2019 hafði, að mínu mati líkleg til að veikja Fjármálaeftirlitið og skapa vantraust á Seðlabanka Íslands. Í þessu sambandi má einnig nefna orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti. Skemmst er að minnast hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt í litlu landi og þar getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum öðrum norrænum ríkjum er fjármálaeftirlit sjálfstæð stofnun en stjórnarflokkarnir þrír fengu sitt fram með umræddri lagabreytingu og þannig sker Ísland sig úr. Veikara Samkeppniseftirlit Á lokadögum síðasta þings í júní 2020 var frumvarp keyrt í gegnum þingið sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara hefði verið að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir Covid-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Breytingartillögur þær sem minnihlutinn á Alþingi knúði fram, drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið en eftir stendur að sú varasama lagabreyting að stórir samrunar fyrirtækja eru ekki tilkynningarskyldir og fyrirtækjum er ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaga til samstarfs séu uppfyllt. Stjórnarliðar tóku ekkert tillit til þeirra breytinga á efnahagslífi og atvinnulífi sem fyrirsjáanlegar voru í kjölfar Covid-19, þegar lögin voru samþykkt. Í greinargerð frumvarpsins, kemur fram að það hafi verið samið m.a. til þess að taka tillit til breytinga sem hafi orðið á íslensku efnahagslífi frá því að samkeppnislögunum var síðast breytt árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir Covid-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. En stjórnarliðar héldu sínu striki þrátt fyrir að við séum í dýpstu kreppu í 100 ár. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir Covid-19. Það var því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismarkaði. Það er þvert á móti mjög mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að skapa einokunarfyrirtæki á mörkuðunum. Slíkt gengur augljóslega gegn hag almennings. Veikari skattrannsóknir Nú stendur til að veikja embætti Skattrannsóknarstjóra ríkisins með frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra sem mælt hefur verið fyrir og er til vinnslu í efnahags- og viðskiptanefnd. Það er að mínu mati algjörlega fráleit ráðstöfun að renna embætti Skattrannsóknarstjóra ríkisins undir Skattinn en í góðu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að veikara eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Nær væri að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og margar skýrslur og greiningar hafa fjallað um og þingmál Samfylkingarinnar frá síðasta þingi gerir ráð fyrir. Í greinargerð með þingmáli Samfylkingarinnar kemur m.a. fram að í meira en aldarfjórðung hefur reglulega verið vakin athygli á nauðsyn þess að uppræta augljósan tvíverknað í rannsókn á skattsvikum og efnahagsbrotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þingmálum sem og mörgum skýrslum og greiningum. Fyrirkomulagið hér á landi er seinvirkt og kostnaðarsamt og hvorki hinu opinbera né meintum sakborningum í hag. Með löngum málsmeðferðartíma vex auk þess hætta á að réttarspjöll verði, sem leiðir til mildari dóma en ella eða jafnvel sýknu eins og dæmi eru um. Eins og löggjöf er nú háttað er þeim brotum sem þykja alvarleg samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Skattrannsóknarstjóra vísað til Héraðssaksóknara til opinberrar rannsóknar og venjulegar skattamálameðferðar. Réttara væri að auka skilvirkni að veita Skattrannsóknarstjóra ákæruvald í þeim málum sem embættið rannsakar en í september 2019 voru 140 óafgreidd mál frá Skattrannsóknarstjóra hjá Héraðssaksóknara. Verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu frá 2016 leggur til að rannsóknarmál verði eingöngu til meðferðar hjá Skattrannsóknarstjóra, sem fái ákæruvald. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot eru ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar margir og fyrirferðarmiklir og rannsókn málanna flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla líka á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í að minnsta kosti þremur löndum. Við höfum ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að efla þarf rannsóknir á skattalagabrotum, styrkja kröftuglega embætti Skattrannsóknarstjóra og gefa embættinu auknar heimildir og hlutverk. Því er fráleitt leggja af embættið með þeim hætti sem fjármála- og efnahagsráðherra leggur til og stjórnarflokkar virðast ætla að samþykkja. Sala banka Og svo á að selja banka í einum grænum hvelli. Ferlið var sett af stað með greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tvær nefndir þingsins, efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd fengu greinargerð ráðherra sendar 22. desember sl. eftir að þingið hafði farið heim í jólaleyfi. Þingfundir hefjast ekki fyrr en 18. janúar en nefndirnar eiga að skila umsögnum sínum til ráðherra 20. janúar. Það er því augljóst að mjög lítill tími verður til umræðna um þetta stóra mál í þinginu enda tímasetningin sennilega valin með það í huga. Samkvæmt tímalínu sem sett hefur verið upp fyrir ferlið á öflun tilboða og áskriftarloforða að vera lokið í byrjun maí. Ríkisstjórninni liggur greinilega mikið á að selja bankann áður en kjörtímabili líkur. Og það áður en lykilspurningum um framtíðarbankakerfi hefur verið svarað. Um bankakerfi sem á að þjóna venjulegu fólki og almennum atvinnurekendum til langs tíma en ekki skammtíma hag sérhagsmunaafla. Hvers vegna liggur ríkisstjórn landsins svona mikið á? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Íslenskir bankar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Samkeppnismál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem eru til þess fallin að veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var síðan Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og verið er að draga tennurnar úr skattrannsóknarstjóra með frumvarpi sem er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd. Og nú stendur til að selja hluti í Íslandsbanka áður en að kjörtímabili lýkur. Það er verið að búa í haginn fyrir þá sem sýsla með mikla peninga. Veikara Fjármálaeftirlit Í fyrra vor stóðum við frammi fyrir þeirri spurningu hvort sjálfstæður seðlabanki með allt fjármálaeftirlitið yrði sterkari til að takast á við framtíðaráföll. Um það voru skiptar skoðanir innan þings sem utan. Ég tel að það hafi hvorki verið heillaskref fyrir Fjármálaeftirlitið né Seðlabankann að renna Fjármálaeftirlitinu inn í Seðlabankann. Heildaryfirsýn á kerfisáhættu og sterkt eftirlit með fjármálageiranum er nauðsynlegt en leiðin sem samþykkt var með lögum í júní 2019 hafði, að mínu mati líkleg til að veikja Fjármálaeftirlitið og skapa vantraust á Seðlabanka Íslands. Í þessu sambandi má einnig nefna orðsporsáhættu fyrir seðlabanka sem sinnir viðskiptaháttaeftirliti. Skemmst er að minnast hvernig fór þegar Seðlabankanum var falið gjaldeyriseftirlit og í máli Seðlabankans og fyrirtækisins Samherja. Traust á seðlabanka er afar mikilvægt í litlu landi og þar getur verið stutt í að deilur verði persónulegar og það sem skaðar orðspor seðlabankastjóra skaðar einnig orðspor bankans. Í öllum öðrum norrænum ríkjum er fjármálaeftirlit sjálfstæð stofnun en stjórnarflokkarnir þrír fengu sitt fram með umræddri lagabreytingu og þannig sker Ísland sig úr. Veikara Samkeppniseftirlit Á lokadögum síðasta þings í júní 2020 var frumvarp keyrt í gegnum þingið sem veikir Samkeppniseftirlitið þegar nærtækara hefði verið að styrkja það í því efnahagsástandi sem ríkir eftir Covid-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Breytingartillögur þær sem minnihlutinn á Alþingi knúði fram, drógu lítillega úr skaðanum sem annars hefði orðið en eftir stendur að sú varasama lagabreyting að stórir samrunar fyrirtækja eru ekki tilkynningarskyldir og fyrirtækjum er ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaga til samstarfs séu uppfyllt. Stjórnarliðar tóku ekkert tillit til þeirra breytinga á efnahagslífi og atvinnulífi sem fyrirsjáanlegar voru í kjölfar Covid-19, þegar lögin voru samþykkt. Í greinargerð frumvarpsins, kemur fram að það hafi verið samið m.a. til þess að taka tillit til breytinga sem hafi orðið á íslensku efnahagslífi frá því að samkeppnislögunum var síðast breytt árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir Covid-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. En stjórnarliðar héldu sínu striki þrátt fyrir að við séum í dýpstu kreppu í 100 ár. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir Covid-19. Það var því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismarkaði. Það er þvert á móti mjög mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að skapa einokunarfyrirtæki á mörkuðunum. Slíkt gengur augljóslega gegn hag almennings. Veikari skattrannsóknir Nú stendur til að veikja embætti Skattrannsóknarstjóra ríkisins með frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra sem mælt hefur verið fyrir og er til vinnslu í efnahags- og viðskiptanefnd. Það er að mínu mati algjörlega fráleit ráðstöfun að renna embætti Skattrannsóknarstjóra ríkisins undir Skattinn en í góðu samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að veikara eftirliti með þeim sem sýsla með peninga og reka stærstu fyrirtækin. Nær væri að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og margar skýrslur og greiningar hafa fjallað um og þingmál Samfylkingarinnar frá síðasta þingi gerir ráð fyrir. Í greinargerð með þingmáli Samfylkingarinnar kemur m.a. fram að í meira en aldarfjórðung hefur reglulega verið vakin athygli á nauðsyn þess að uppræta augljósan tvíverknað í rannsókn á skattsvikum og efnahagsbrotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þingmálum sem og mörgum skýrslum og greiningum. Fyrirkomulagið hér á landi er seinvirkt og kostnaðarsamt og hvorki hinu opinbera né meintum sakborningum í hag. Með löngum málsmeðferðartíma vex auk þess hætta á að réttarspjöll verði, sem leiðir til mildari dóma en ella eða jafnvel sýknu eins og dæmi eru um. Eins og löggjöf er nú háttað er þeim brotum sem þykja alvarleg samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Skattrannsóknarstjóra vísað til Héraðssaksóknara til opinberrar rannsóknar og venjulegar skattamálameðferðar. Réttara væri að auka skilvirkni að veita Skattrannsóknarstjóra ákæruvald í þeim málum sem embættið rannsakar en í september 2019 voru 140 óafgreidd mál frá Skattrannsóknarstjóra hjá Héraðssaksóknara. Verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu frá 2016 leggur til að rannsóknarmál verði eingöngu til meðferðar hjá Skattrannsóknarstjóra, sem fái ákæruvald. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Peningaþvætti tengist oft skattsvikum og skattalagabrot eru ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota er samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnast saman við frumbrot liggur hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hefur þeirri skipan einmitt nýlega verið komið á í Svíþjóð. Í Panama-skjölunum voru Íslendingar margir og fyrirferðarmiklir og rannsókn málanna flókin og margþátta. Samherjaskjölin kalla líka á rannsókn á flóknum millifærslum og skoðun í að minnsta kosti þremur löndum. Við höfum ekki staðið okkur vel í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er augljóst að efla þarf rannsóknir á skattalagabrotum, styrkja kröftuglega embætti Skattrannsóknarstjóra og gefa embættinu auknar heimildir og hlutverk. Því er fráleitt leggja af embættið með þeim hætti sem fjármála- og efnahagsráðherra leggur til og stjórnarflokkar virðast ætla að samþykkja. Sala banka Og svo á að selja banka í einum grænum hvelli. Ferlið var sett af stað með greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tvær nefndir þingsins, efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd fengu greinargerð ráðherra sendar 22. desember sl. eftir að þingið hafði farið heim í jólaleyfi. Þingfundir hefjast ekki fyrr en 18. janúar en nefndirnar eiga að skila umsögnum sínum til ráðherra 20. janúar. Það er því augljóst að mjög lítill tími verður til umræðna um þetta stóra mál í þinginu enda tímasetningin sennilega valin með það í huga. Samkvæmt tímalínu sem sett hefur verið upp fyrir ferlið á öflun tilboða og áskriftarloforða að vera lokið í byrjun maí. Ríkisstjórninni liggur greinilega mikið á að selja bankann áður en kjörtímabili líkur. Og það áður en lykilspurningum um framtíðarbankakerfi hefur verið svarað. Um bankakerfi sem á að þjóna venjulegu fólki og almennum atvinnurekendum til langs tíma en ekki skammtíma hag sérhagsmunaafla. Hvers vegna liggur ríkisstjórn landsins svona mikið á? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar