„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:01 Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag. „Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
„Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira