Næsta skref til jafnréttis – tækifærið er núna Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun