Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 07:29 Frá kjörstað í Kenosha í Wisconsin. AP Photo/Wong Maye-E Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira