Níu í lífshættu eftir stunguárásina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. nóvember 2025 08:00 Lestin við Huntingdon lestarstöðina. AP Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025 Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC réðust mennirnir tveir að tíu farþegum um borð í lestinni klukkan 18:25 að staðartíma. Lestin var á leið frá Doncaster til hinnar fjölförnu King's Cross lestarstöðvar í Lundúnum. Lögreglu bárust tilkynningar og símtöl frá öðrum farþegum um borð um 19:40. Lestin var svo stöðvuð í Huntingdon í Cambridge-skíri, þar sem lögreglumenn fóru um borð. Klukkan 21:45 tilkynnti bæjarstjóri Cambridge-skíris að tveir menn hefðu verið handteknir. Fram kemur í frétt BBC að hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar sé meðal þeirra sem rannsaka málið. Héldu að um hrekkjavökugrín væri að ræða Olly Foster, eitt vitni um borð í lestinni, sagði við BBC að þegar hann heyrði fólk um borð hrópa „hlaupið, hlaupið, það er maður að stinga alla,“ hefði hann haldið að um hrekkjavökugrín væri að ræða. Svo hafi fólk byrjað að troða sér í gegnum vagninn, og hann hafi hann tekið eftir því að hendin hans væri útötuð í blóði, vegna þess að hann hafði hallað sér upp að blóðugu sæti. Hann segir frá því að eldri maður hafi komið í veg fyrir að annar árásarmaðurinn hefði stungið unga stelpu, en maðurinn hafi slasast á hálsi og hausnum. Farþegar hafi reynt að nota föt sín til að minnka blæðingar. Blóðugir farþegar að detta hver um annan Í frétt Telegraph er sagt frá því að vitni hafi reynt að fela sig inni á klósettum, en aðstæður hafi verið skelfilegar og algjör ringulreið hafi ríkt í lestinni. Farþegar hafi margir verið útataðir í blóði og mikill troðningur hafi myndast þar sem fólk var að reyna flýja. Farþegar hafi dottið hver um annan og sumir lent undir troðningnum. Vitni á lestarstöðinni sögðu frá manni þar með stóran hníf, sem lögreglan á að hafa handtekið og notað til þess rafbyssu. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásin sé mikið áhyggjuefni. Hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. The appalling incident on a train near Huntingdon is deeply concerning.My thoughts are with all those affected, and my thanks go to the emergency services for their response.Anyone in the area should follow the advice of the police.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) November 1, 2025
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. 1. nóvember 2025 22:27