Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2025 21:38 Bola Tinubu, forseti Nígeríu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga. Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga.
Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira