Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 21:14 Þessi mynd frá Flóttamannaráði Noregs sýnir börn frá El Fasher að leik í flóttamannabúðum í Súdan. AP/Sarah Vuylsteke Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð.
Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira