Borg án veitingahúsa? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. október 2020 13:30 Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun