Borg án veitingahúsa? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. október 2020 13:30 Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar