Forsætisráðherra hnýtur um þúfu Þorgrímur Sigmundsson skrifar 4. október 2020 09:05 Landsmenn í það minnsta sumir hverjir settust niður við sjónvarpið 1.10.2020 til þess að hlýða á stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þeirri von að þar mætti greina framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands. Ræðan var nokkuð hástemmd í byrjun þar sem vikið var að mikilvægi þess að við treystum hvor öðru. Hljómar vel! En það má með sanni segja að þetta útspil hafi komið stjórnarandstöðunni í opna skjöldu þar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafði biðlað til stjórnarandstöðunnar síðast liðinn vetur um að sýna biðlund og samstöðu í þeim erfiðu verkefnum sem Covid 19 lagði á hendur stjórnvöldum. Seinni tíma saga Miðflokkurinn ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur meira svigrúm en dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu. Enda hafði ríkisstjórnin kallað eftir samstarfi við minnihlutann við úrlausn þeirra gríðarstóru verkefna sem hennar beið á þessum viðsjárverðu tímum (sem greinarhöfundur hefur áður ritað um undir yfirskriftinni Holur hljómur). Skemmst er frá því að segja að á meðan minnihlutinn veitti ríkisstjórn Íslands allt það svigrúm sem hún óskaði sér, og studdi allar þær tillögur sem fólu í sér hina minnstu von um verulega hjálp til handa atvinnulífinu og þar með launafólki, þá sá Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, aldrei ástæðu til að ljá máls á tillögum frá minnihlutanum sem kynnu að gagnast fólki og fyrirtækjum. Það er nefnilega ekki sama hvaðan gott kemur þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð. Slegið um sig Katrín Jakobsdóttir hnaut þó um þúfu þegar hún hugðist slá um sig með tilvitnun í Albert Camus hinn franska höfund og heimspeking. Albert Camus er hvorki leiðarljós Framsóknar né Sjálfstæðisflokksins sem veita Katrínu Jakobsdóttur umboð til að tala fyrir sína hönd, enda sósíalisti sem skilgreindi sig og kallaði sig fáránleikasinna og var kenndur við tilvistarstefnuna! Óheppilegt val forsætisráðherra í vali sínu á tilvitnun mun þó varla hafa nokkur áhrif á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur látið meira yfir sig ganga á þessu kjörtímabili Marxsismanns/kommúnismanns. Þar sem jafnvel er talið til dyggða að neita sjúkum lækninga á Íslandi á forsendum þess að sjúkir megi alls ekki fá bót meina sinna á stofum sem eru einkareknar þó svo hið opinbera kerfi geti ekki sinnt þeim fyrr en eftir mánuði eða ár! Öðru máli gegnir þó um einkareknar stofur í Svíþjóð. Þá er sjálfsagt að greiða fyrir aðgerðir. Þó það kosti allt að þrefalt meira en samningar milli íslenskra lækna og sjúkratrygginga Íslands myndu kosta. Er nema von að haltir einstaklingar með lélega mjöðm og eða ónýtt hné spyrji sig hvað Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum gangi til að kvitta uppá svona sanntrúaðan kommúnisma? Þá er ekki úr vegi að geta þess að Katrín Jakobsdóttir hefur með tilvitnun sinni í franska fáránleikasinnan leitað í hugmyndafræði sem lifði meðal fárra frá 7. eða 8. nóvember 1913 til 4. janúar 1960. Það ætti kannski ekki að koma fólki á óvart þó Marxistar þurfi að leita langt aftur í tímann til að finna hugmyndafræði sinni hljómgrunn. Ætli samfélög manna og tæknin hafi ekki tekið neinum breytingum síðan fáránleikasinninn, sem er Katrínu svo hugleikinn, ritaði sínar hugmyndir á blað. Er hér kannski komin staðfesting á stöðnun hugmyndafræðar Vinstri Grænna? Þó var aðeins einn ræðumanna sem viðurkenndi að ræða hans væri ónýt! Um leið og hann sagði öllum sem á hlýddu að stefna þessarar ríkisstjórnar væri stefna Framsóknarflokksins. Guðmundur Andri Thorsson þuldi upp ljóð að venju. Betur hefði farið á því að þingmaðurinn hefði lagt fram skynsamlegar lausnir. Þú kreistir víst ekki vatn úr steini. Greinarhöfundur lætur þó fylgja eitt ljóð, að hætti Guðmundar Andra, magnþrungið ljóð sem er betur til þess fallið að leiðbeina kjörnum fulltrúum en flest önnur. Lífsþor Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, Manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi Einurð til að forðast heimsins lævi Vizku til að kunna að velja og hafna Velvild, ef andinn á að dafna Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka Og enginn tekur mistök sín til baka Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, Fylgja í verki sannfæringu sinni, Sigurviss, þó freistingarnar ginni Höf. Árni Grétar Finnsson Guð blessi Ísland allt. Megi ríkisstjórnin beita skynsemi það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmenn í það minnsta sumir hverjir settust niður við sjónvarpið 1.10.2020 til þess að hlýða á stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þeirri von að þar mætti greina framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands. Ræðan var nokkuð hástemmd í byrjun þar sem vikið var að mikilvægi þess að við treystum hvor öðru. Hljómar vel! En það má með sanni segja að þetta útspil hafi komið stjórnarandstöðunni í opna skjöldu þar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafði biðlað til stjórnarandstöðunnar síðast liðinn vetur um að sýna biðlund og samstöðu í þeim erfiðu verkefnum sem Covid 19 lagði á hendur stjórnvöldum. Seinni tíma saga Miðflokkurinn ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur meira svigrúm en dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu. Enda hafði ríkisstjórnin kallað eftir samstarfi við minnihlutann við úrlausn þeirra gríðarstóru verkefna sem hennar beið á þessum viðsjárverðu tímum (sem greinarhöfundur hefur áður ritað um undir yfirskriftinni Holur hljómur). Skemmst er frá því að segja að á meðan minnihlutinn veitti ríkisstjórn Íslands allt það svigrúm sem hún óskaði sér, og studdi allar þær tillögur sem fólu í sér hina minnstu von um verulega hjálp til handa atvinnulífinu og þar með launafólki, þá sá Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, aldrei ástæðu til að ljá máls á tillögum frá minnihlutanum sem kynnu að gagnast fólki og fyrirtækjum. Það er nefnilega ekki sama hvaðan gott kemur þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð. Slegið um sig Katrín Jakobsdóttir hnaut þó um þúfu þegar hún hugðist slá um sig með tilvitnun í Albert Camus hinn franska höfund og heimspeking. Albert Camus er hvorki leiðarljós Framsóknar né Sjálfstæðisflokksins sem veita Katrínu Jakobsdóttur umboð til að tala fyrir sína hönd, enda sósíalisti sem skilgreindi sig og kallaði sig fáránleikasinna og var kenndur við tilvistarstefnuna! Óheppilegt val forsætisráðherra í vali sínu á tilvitnun mun þó varla hafa nokkur áhrif á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur látið meira yfir sig ganga á þessu kjörtímabili Marxsismanns/kommúnismanns. Þar sem jafnvel er talið til dyggða að neita sjúkum lækninga á Íslandi á forsendum þess að sjúkir megi alls ekki fá bót meina sinna á stofum sem eru einkareknar þó svo hið opinbera kerfi geti ekki sinnt þeim fyrr en eftir mánuði eða ár! Öðru máli gegnir þó um einkareknar stofur í Svíþjóð. Þá er sjálfsagt að greiða fyrir aðgerðir. Þó það kosti allt að þrefalt meira en samningar milli íslenskra lækna og sjúkratrygginga Íslands myndu kosta. Er nema von að haltir einstaklingar með lélega mjöðm og eða ónýtt hné spyrji sig hvað Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum gangi til að kvitta uppá svona sanntrúaðan kommúnisma? Þá er ekki úr vegi að geta þess að Katrín Jakobsdóttir hefur með tilvitnun sinni í franska fáránleikasinnan leitað í hugmyndafræði sem lifði meðal fárra frá 7. eða 8. nóvember 1913 til 4. janúar 1960. Það ætti kannski ekki að koma fólki á óvart þó Marxistar þurfi að leita langt aftur í tímann til að finna hugmyndafræði sinni hljómgrunn. Ætli samfélög manna og tæknin hafi ekki tekið neinum breytingum síðan fáránleikasinninn, sem er Katrínu svo hugleikinn, ritaði sínar hugmyndir á blað. Er hér kannski komin staðfesting á stöðnun hugmyndafræðar Vinstri Grænna? Þó var aðeins einn ræðumanna sem viðurkenndi að ræða hans væri ónýt! Um leið og hann sagði öllum sem á hlýddu að stefna þessarar ríkisstjórnar væri stefna Framsóknarflokksins. Guðmundur Andri Thorsson þuldi upp ljóð að venju. Betur hefði farið á því að þingmaðurinn hefði lagt fram skynsamlegar lausnir. Þú kreistir víst ekki vatn úr steini. Greinarhöfundur lætur þó fylgja eitt ljóð, að hætti Guðmundar Andra, magnþrungið ljóð sem er betur til þess fallið að leiðbeina kjörnum fulltrúum en flest önnur. Lífsþor Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, Manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi Einurð til að forðast heimsins lævi Vizku til að kunna að velja og hafna Velvild, ef andinn á að dafna Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka Og enginn tekur mistök sín til baka Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, Fylgja í verki sannfæringu sinni, Sigurviss, þó freistingarnar ginni Höf. Árni Grétar Finnsson Guð blessi Ísland allt. Megi ríkisstjórnin beita skynsemi það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar