Forsætisráðherra hnýtur um þúfu Þorgrímur Sigmundsson skrifar 4. október 2020 09:05 Landsmenn í það minnsta sumir hverjir settust niður við sjónvarpið 1.10.2020 til þess að hlýða á stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þeirri von að þar mætti greina framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands. Ræðan var nokkuð hástemmd í byrjun þar sem vikið var að mikilvægi þess að við treystum hvor öðru. Hljómar vel! En það má með sanni segja að þetta útspil hafi komið stjórnarandstöðunni í opna skjöldu þar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafði biðlað til stjórnarandstöðunnar síðast liðinn vetur um að sýna biðlund og samstöðu í þeim erfiðu verkefnum sem Covid 19 lagði á hendur stjórnvöldum. Seinni tíma saga Miðflokkurinn ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur meira svigrúm en dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu. Enda hafði ríkisstjórnin kallað eftir samstarfi við minnihlutann við úrlausn þeirra gríðarstóru verkefna sem hennar beið á þessum viðsjárverðu tímum (sem greinarhöfundur hefur áður ritað um undir yfirskriftinni Holur hljómur). Skemmst er frá því að segja að á meðan minnihlutinn veitti ríkisstjórn Íslands allt það svigrúm sem hún óskaði sér, og studdi allar þær tillögur sem fólu í sér hina minnstu von um verulega hjálp til handa atvinnulífinu og þar með launafólki, þá sá Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, aldrei ástæðu til að ljá máls á tillögum frá minnihlutanum sem kynnu að gagnast fólki og fyrirtækjum. Það er nefnilega ekki sama hvaðan gott kemur þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð. Slegið um sig Katrín Jakobsdóttir hnaut þó um þúfu þegar hún hugðist slá um sig með tilvitnun í Albert Camus hinn franska höfund og heimspeking. Albert Camus er hvorki leiðarljós Framsóknar né Sjálfstæðisflokksins sem veita Katrínu Jakobsdóttur umboð til að tala fyrir sína hönd, enda sósíalisti sem skilgreindi sig og kallaði sig fáránleikasinna og var kenndur við tilvistarstefnuna! Óheppilegt val forsætisráðherra í vali sínu á tilvitnun mun þó varla hafa nokkur áhrif á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur látið meira yfir sig ganga á þessu kjörtímabili Marxsismanns/kommúnismanns. Þar sem jafnvel er talið til dyggða að neita sjúkum lækninga á Íslandi á forsendum þess að sjúkir megi alls ekki fá bót meina sinna á stofum sem eru einkareknar þó svo hið opinbera kerfi geti ekki sinnt þeim fyrr en eftir mánuði eða ár! Öðru máli gegnir þó um einkareknar stofur í Svíþjóð. Þá er sjálfsagt að greiða fyrir aðgerðir. Þó það kosti allt að þrefalt meira en samningar milli íslenskra lækna og sjúkratrygginga Íslands myndu kosta. Er nema von að haltir einstaklingar með lélega mjöðm og eða ónýtt hné spyrji sig hvað Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum gangi til að kvitta uppá svona sanntrúaðan kommúnisma? Þá er ekki úr vegi að geta þess að Katrín Jakobsdóttir hefur með tilvitnun sinni í franska fáránleikasinnan leitað í hugmyndafræði sem lifði meðal fárra frá 7. eða 8. nóvember 1913 til 4. janúar 1960. Það ætti kannski ekki að koma fólki á óvart þó Marxistar þurfi að leita langt aftur í tímann til að finna hugmyndafræði sinni hljómgrunn. Ætli samfélög manna og tæknin hafi ekki tekið neinum breytingum síðan fáránleikasinninn, sem er Katrínu svo hugleikinn, ritaði sínar hugmyndir á blað. Er hér kannski komin staðfesting á stöðnun hugmyndafræðar Vinstri Grænna? Þó var aðeins einn ræðumanna sem viðurkenndi að ræða hans væri ónýt! Um leið og hann sagði öllum sem á hlýddu að stefna þessarar ríkisstjórnar væri stefna Framsóknarflokksins. Guðmundur Andri Thorsson þuldi upp ljóð að venju. Betur hefði farið á því að þingmaðurinn hefði lagt fram skynsamlegar lausnir. Þú kreistir víst ekki vatn úr steini. Greinarhöfundur lætur þó fylgja eitt ljóð, að hætti Guðmundar Andra, magnþrungið ljóð sem er betur til þess fallið að leiðbeina kjörnum fulltrúum en flest önnur. Lífsþor Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, Manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi Einurð til að forðast heimsins lævi Vizku til að kunna að velja og hafna Velvild, ef andinn á að dafna Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka Og enginn tekur mistök sín til baka Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, Fylgja í verki sannfæringu sinni, Sigurviss, þó freistingarnar ginni Höf. Árni Grétar Finnsson Guð blessi Ísland allt. Megi ríkisstjórnin beita skynsemi það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmenn í það minnsta sumir hverjir settust niður við sjónvarpið 1.10.2020 til þess að hlýða á stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þeirri von að þar mætti greina framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands. Ræðan var nokkuð hástemmd í byrjun þar sem vikið var að mikilvægi þess að við treystum hvor öðru. Hljómar vel! En það má með sanni segja að þetta útspil hafi komið stjórnarandstöðunni í opna skjöldu þar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafði biðlað til stjórnarandstöðunnar síðast liðinn vetur um að sýna biðlund og samstöðu í þeim erfiðu verkefnum sem Covid 19 lagði á hendur stjórnvöldum. Seinni tíma saga Miðflokkurinn ásamt öðrum stjórnarandstöðuflokkum veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur meira svigrúm en dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu. Enda hafði ríkisstjórnin kallað eftir samstarfi við minnihlutann við úrlausn þeirra gríðarstóru verkefna sem hennar beið á þessum viðsjárverðu tímum (sem greinarhöfundur hefur áður ritað um undir yfirskriftinni Holur hljómur). Skemmst er frá því að segja að á meðan minnihlutinn veitti ríkisstjórn Íslands allt það svigrúm sem hún óskaði sér, og studdi allar þær tillögur sem fólu í sér hina minnstu von um verulega hjálp til handa atvinnulífinu og þar með launafólki, þá sá Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, aldrei ástæðu til að ljá máls á tillögum frá minnihlutanum sem kynnu að gagnast fólki og fyrirtækjum. Það er nefnilega ekki sama hvaðan gott kemur þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð. Slegið um sig Katrín Jakobsdóttir hnaut þó um þúfu þegar hún hugðist slá um sig með tilvitnun í Albert Camus hinn franska höfund og heimspeking. Albert Camus er hvorki leiðarljós Framsóknar né Sjálfstæðisflokksins sem veita Katrínu Jakobsdóttur umboð til að tala fyrir sína hönd, enda sósíalisti sem skilgreindi sig og kallaði sig fáránleikasinna og var kenndur við tilvistarstefnuna! Óheppilegt val forsætisráðherra í vali sínu á tilvitnun mun þó varla hafa nokkur áhrif á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur látið meira yfir sig ganga á þessu kjörtímabili Marxsismanns/kommúnismanns. Þar sem jafnvel er talið til dyggða að neita sjúkum lækninga á Íslandi á forsendum þess að sjúkir megi alls ekki fá bót meina sinna á stofum sem eru einkareknar þó svo hið opinbera kerfi geti ekki sinnt þeim fyrr en eftir mánuði eða ár! Öðru máli gegnir þó um einkareknar stofur í Svíþjóð. Þá er sjálfsagt að greiða fyrir aðgerðir. Þó það kosti allt að þrefalt meira en samningar milli íslenskra lækna og sjúkratrygginga Íslands myndu kosta. Er nema von að haltir einstaklingar með lélega mjöðm og eða ónýtt hné spyrji sig hvað Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum gangi til að kvitta uppá svona sanntrúaðan kommúnisma? Þá er ekki úr vegi að geta þess að Katrín Jakobsdóttir hefur með tilvitnun sinni í franska fáránleikasinnan leitað í hugmyndafræði sem lifði meðal fárra frá 7. eða 8. nóvember 1913 til 4. janúar 1960. Það ætti kannski ekki að koma fólki á óvart þó Marxistar þurfi að leita langt aftur í tímann til að finna hugmyndafræði sinni hljómgrunn. Ætli samfélög manna og tæknin hafi ekki tekið neinum breytingum síðan fáránleikasinninn, sem er Katrínu svo hugleikinn, ritaði sínar hugmyndir á blað. Er hér kannski komin staðfesting á stöðnun hugmyndafræðar Vinstri Grænna? Þó var aðeins einn ræðumanna sem viðurkenndi að ræða hans væri ónýt! Um leið og hann sagði öllum sem á hlýddu að stefna þessarar ríkisstjórnar væri stefna Framsóknarflokksins. Guðmundur Andri Thorsson þuldi upp ljóð að venju. Betur hefði farið á því að þingmaðurinn hefði lagt fram skynsamlegar lausnir. Þú kreistir víst ekki vatn úr steini. Greinarhöfundur lætur þó fylgja eitt ljóð, að hætti Guðmundar Andra, magnþrungið ljóð sem er betur til þess fallið að leiðbeina kjörnum fulltrúum en flest önnur. Lífsþor Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, Manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi Einurð til að forðast heimsins lævi Vizku til að kunna að velja og hafna Velvild, ef andinn á að dafna Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka Og enginn tekur mistök sín til baka Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, Fylgja í verki sannfæringu sinni, Sigurviss, þó freistingarnar ginni Höf. Árni Grétar Finnsson Guð blessi Ísland allt. Megi ríkisstjórnin beita skynsemi það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar