Meiðyrði „deyja“ ekki við það eitt að vera fjarlægð Eva Hauksdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar