Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 17. september 2020 11:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar