Stöndum vörð um fjölskyldur langveikra barna Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. september 2020 07:30 Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun