Aron og félagar settu met í Meistaradeild Evrópu | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 23:30 Aron og Stefán Rafn í leiknum í gær. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils. Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils.
Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00