Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 08:58 Eyjólfur Sverrisson á það meðal annars á ferilskránni að hafa stýrt Íslandi inn á EM U21-landsliða í fyrsta sinn. Getty/Tony Marshall Þegar kemur að fantasy-leiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þá gæti hjálpað að hafa spilað í fjölda ára í þýsku Bundesligunni og með íslenska landsliðinu, þjálfað íslenska landsliðið og komið U21-landsliði Íslands í fyrsta sinn á EM. Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira