Handbolti

Magdeburg á­fram með fullt hús í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon fær hér harðar móttökur frá Ilija Abutovic hjá Eurofarm Pelister í leiknum í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon fær hér harðar móttökur frá Ilija Abutovic hjá Eurofarm Pelister í leiknum í kvöld. EPA/GEORGI LICOVSKI

Íslendingaliðið Magdeburg hélt áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeildinni í handbolta.

Magdeburg heimsótti þá Eurofarm Pelister frá Norður-Makedóníu og vann sannfærandi fimm marka sigur, 31-26. Þýska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12.

Magdeburg hefur þar með unnið alla níu leiki sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk í kvöld, Gísli Þorgeir Kristjánsson var með tvö mörk og Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark.

Gísli átti einnig sex stoðsendingar í leiknum. Þrjú af fjórum mörkum Ómars komu úr vítum.

Daninn Magnus Saugstrup Jensen var markahæstur í liðinu með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×