Handbolti

„Það helsta sem ég sakna við Þýska­land“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sandra er ekki lengur „lítill fylgifiskur“ heldur fyrirliði. 
Sandra er ekki lengur „lítill fylgifiskur“ heldur fyrirliði.  vísir

„Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag.

Uppselt er á leikinn, sem fer í Porsche höllinni í Stuttgart, en um 6.000 Þjóðverjar verða á pöllunum ásamt um 25 Íslendingum.

„Það er svona það helsta sem ég sakna við Þýskaland, að mæta í leiki og stúkan er bara orðin full áður en þú byrjar að hita upp. Ótrúlega mikið af stuðningsmönnum, þannig að þetta verður bara frábært. Vonandi náum við allar að njóta vel og taka alla orkuna sem verður í höllinni“ segir Sandra sem varð bikarmeistari með liði Metzingen í sömu höll á síðasta ári.

Klippa: Stelpurnar okkar undirbúa opnunarleik HM

Ljóst er að Þýskaland er sigurstranglegra liðið en Sandra telur stelpurnar okkar alveg geta komið Þjóðverjunum á óvart.

„Ég vona allavega að við náum að stríða þeim aðeins. Þeim gekk ekkert vel síðast þegar það var HM hérna í Þýskalandi, þær eru alveg með það bak við eyrað. Þannig að vonandi verða þær smá stressaðar og við náum að stríða þeim“ sagði Sandra einnig en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 

Klippa: Sandra þekkir stemninguna í Stuttgart



Fleiri fréttir

Sjá meira


×