Handbolti

Gott kvöld fyrir Norður­landa­þjóðirnar á HM í hand­bolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henny Reistad var öflug í norska landsliðinu í kvöld og skoraði tíu mörk.
Henny Reistad var öflug í norska landsliðinu í kvöld og skoraði tíu mörk. EPA/CHRISTIAN BRUNA

Danmörk, Svíþjóð og Noregur unnu öll örugga sigra í kvöld þegar þau hófu leik á heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta.

Norðmenn voru að byrja sitt fyrsta stórmót án Þóris Hergeirssonar og lentu í engum vandræðum með Suður-Kóreu. Noregur vann leikinn 34-19 eftir að hafa verið 18-10 yfir í hálfleik.

Danir unnu sautján marka sigur á Japan, 36-19, eftir að hafa verið 19-6 yfir í hálfleik.

Svíar unnu átta marka sigur á Tékkum, 31-23, eftir að hafa verið 10-9 yfir í hálfleik.

Ungverjar unnu síðan 26-17 sigur á Senegal. Skrautlegustu úrslit dagsins voru örugglega 34-9 sigur Svisslendinga á Íran en Brasilía vann Kúbu 41-20, Rúmenar unnu Króatíu 33-24 og Angóla vann Kasakstan 38-20.

Íslensku stelpurnar spila sinn annan leik á mótinu annað kvöld þegar liðið mætir Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×