Handbolti

Fréttamynd

Vanda­verk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“

Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór öflugur

Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti flottan leik fyrir Kadetten sem er áfram á toppnum í Sviss.

Handbolti
Fréttamynd

Sel­foss komið á blað

Selfoss vann í kvöld sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna og er þar með komið á blað í deildinni. ÍR er hins vegar enn án sigurs.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg missti heims­meistara­titilinn

Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan.

Handbolti
Fréttamynd

Lilja tognuð á ökkla og frá næsta mánuðinn

Lilja Ágústsdóttir, landsliðskona Íslands og leikmaður Íslandsmeistara Vals, verður frá næstu fjórar til fimm vikurnar. Hún missir því af næstu leikjum Vals en þar á meðal eru leikir í Evrópubikarkeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki með átta gegn Brössum

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk og var næstmarkahæstur hjá Veszprém í dag þegar liðið rúllaði yfir brasilíska liðið Taubaté, 43-17, á HM félagsliða í handbolta. Magdeburg vann risasigur á bandaríska liðinu California Eagles, 57-21.

Handbolti
Fréttamynd

Þor­steinn Leó fór ham­förum

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

FH á toppinn eftir sigur í Garða­bæ

Íslandsmeistarar FH unnu fjögurra marka útisigur á Stjörnunni í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. FH hefur nú unnið síðustu þrjá leiki sína og er komið með átta stig að loknum fimm leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu marka sigur Ís­lands

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann tíu marka sigur á tékkneska félagsliðinu Házená Kynzvart, 35-25. Ísland er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í nóvember.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli öflugur gegn PSG

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Wisla Plock sem mátti þola naumt tap gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti þá góðan leik í efstu deild Danmerkur.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV og Grótta með sigra

Þrír leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði Fjölni í Vestmannaeyjum, Grótta lagði HK í Kópavogi á meðan ÍR og Afturelding gerðu jafntefli í Breiðholti.

Handbolti
Fréttamynd

Töpuðu með ellefu í Tékk­landi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Póllandi með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna á þriggja liða æfingamóti sem fram fer í Cheb í Tékklandi, lokatölur 26-15.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur frá­bær í öruggum sigri Búkarest

Haukur Þrastarson var upp á sitt besta í öruggum sigri Dinamo Búkarest á Pelister í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia máttu þá þola tap á heimavelli gegn Füchse Berlín.

Handbolti
Fréttamynd

Sporting rúllaði yfir Veszprém

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Loks vann Valur leik

Það tók Val fjórar umferðir að vinna leik í Olís-deild karla í handbolta. Eftir þrjár umferðir án sigurs mættu KA-menn á Hlíðarenda og sáu aldrei til sólar, lokatölur 38-27.

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi Björn magnaður í fyrsta sigri Kol­stad

Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna.

Handbolti