„Ég er með mikla orku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Dana Björg mun hafa mikið að gera gegn Serbíu í kvöld. Tom Weller/Getty Images „Hún er frábær liðsfélagi að hafa, gerir einhvern veginn alla í kringum sig glaðari og er bara alveg yndisleg“ sagði Elísa Elíasdóttur um liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu, Dönu Björg Guðmundsdóttir. Dana er einmitt áberandi mikill stuðbolti og gleðin geislar af henni utan sem innan vallar. „Já, ég er með mikla orku“ sagði Dana skellihlæjandi og bætti við: „Ég reyni að nýta hana til að hjálpa öðrum og þetta hjálpar sjálfri mér auðvitað líka.“ Klippa: Stuðboltinn Dana Björg mun spretta mikið gegn Serbíu Dana var í banastuði í fyrsta leik Íslands á HM og skoraði fjögur mörk í 32-25 tapi gegn Þýskalandi, ásamt því að stela boltanum einu sinni af þeim þýsku. Hún mun líklega hafa enn meira að gera í leiknum gegn Serbíu í kvöld, því þær serbnesku eru hægari og seinni að skila sér til baka, sem býður upp á hraðaupphlaup fyrir hornakonuna. „Já vonandi. Við Hafdís [Renötudóttir, markmaður] höfum verið að tala aðeins um þetta, að nota hennar styrkleika og mína, hlaupa mikið og fá auðveld mörk… Við höfum talað mikið um þetta, því við Hafdís erum ekki að æfa mikið saman, bara hérna með landsliðinu. Við verðum að finna tenginguna okkar á milli, prófa, klúðra, svo kemur þetta.“ Dana var ekki með á síðasta heimsmeistaramóti en þar voru Perla Ruth Albertsdóttir og Lilja Ágústsdóttir vinstri hornakonur Íslands. Perla er nýbúin að eignast barn og Lilja er meidd, þannig að Dana er orðin fyrsti kostur landsliðsþjálfarans í stöðuna, sem hún deilir með Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur á þessu móti. „Maður verður að njóta þess, en þetta er líka alveg smá stressandi auðvitað. Aðeins meiri pressa, en það hjálpar að vera búin að fá smá tíma á Íslandi, þannig að það er ekki eins mikið stress og var fyrir verkefnið. Núna er ég orðin aðeins rólegri“ sagði Dana en hún hefur alla tíð búið í Noregi og þekkti hinar stelpurnar okkar ekki mikið þegar hún spilaði fyrstu landsleikina í fyrra og fór með liðinu á EM. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Dana er einmitt áberandi mikill stuðbolti og gleðin geislar af henni utan sem innan vallar. „Já, ég er með mikla orku“ sagði Dana skellihlæjandi og bætti við: „Ég reyni að nýta hana til að hjálpa öðrum og þetta hjálpar sjálfri mér auðvitað líka.“ Klippa: Stuðboltinn Dana Björg mun spretta mikið gegn Serbíu Dana var í banastuði í fyrsta leik Íslands á HM og skoraði fjögur mörk í 32-25 tapi gegn Þýskalandi, ásamt því að stela boltanum einu sinni af þeim þýsku. Hún mun líklega hafa enn meira að gera í leiknum gegn Serbíu í kvöld, því þær serbnesku eru hægari og seinni að skila sér til baka, sem býður upp á hraðaupphlaup fyrir hornakonuna. „Já vonandi. Við Hafdís [Renötudóttir, markmaður] höfum verið að tala aðeins um þetta, að nota hennar styrkleika og mína, hlaupa mikið og fá auðveld mörk… Við höfum talað mikið um þetta, því við Hafdís erum ekki að æfa mikið saman, bara hérna með landsliðinu. Við verðum að finna tenginguna okkar á milli, prófa, klúðra, svo kemur þetta.“ Dana var ekki með á síðasta heimsmeistaramóti en þar voru Perla Ruth Albertsdóttir og Lilja Ágústsdóttir vinstri hornakonur Íslands. Perla er nýbúin að eignast barn og Lilja er meidd, þannig að Dana er orðin fyrsti kostur landsliðsþjálfarans í stöðuna, sem hún deilir með Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur á þessu móti. „Maður verður að njóta þess, en þetta er líka alveg smá stressandi auðvitað. Aðeins meiri pressa, en það hjálpar að vera búin að fá smá tíma á Íslandi, þannig að það er ekki eins mikið stress og var fyrir verkefnið. Núna er ég orðin aðeins rólegri“ sagði Dana en hún hefur alla tíð búið í Noregi og þekkti hinar stelpurnar okkar ekki mikið þegar hún spilaði fyrstu landsleikina í fyrra og fór með liðinu á EM. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira