Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Aron Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2025 09:26 Janus Daði Smárason í landsleik með Íslandi. Hann er sterklega orðaður við stórlið Barcelona. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, leikmaður Pick Szeged, segir best að tjá sig sem minnst um orðróm þess efnis að hann sé að ganga í raðir spænska stórveldisins Barcelona en það sást til hans í borginni á dögunum. Komandi Evrópumót með Íslandi er Janusi ofarlega í huga en svo líður að því að hann þurfi að taka ákvörðun um framtíð sína því samningur hans við Pick Szeged er að renna sitt skeið. „Ég er að verða samningslaus næsta sumar og er auðvitað að skoða hvað væri best að gera fyrir mig og fjölskylduna í framhaldinu. Bara fínt í þessum meiðslum að geta aðeins pásað þær hugsanir og sett einbeitinguna á að komast aftur inn á völlinn. Nú er bara að fara spila og bara vonandi, fyrir stórmót eða eftir stórmót, þarf ég einhvern tímann að ákveða hvað ég geri í sumar.“ Janus hefur verið sterklega orðaður við stórlið Barcelona og jafnvel verið gengið svo langt að fullyrða að félagsskipti hans væru klár. Þá var Janus myndaður í Barcelona í síðasta mánuði og gaf það sögusögnum byr undir báða vængi. Varstu bara að túristast í Barcelona? „Já við fjölskuldan vorum í ferskum fisk og góðu rauðvíni. Það var þarna í landsliðspásunni, fínt að skipta aðeins um umhverfi. Fá smá pásu andlega.“ Þú hefur nú verið orðaður við liðið þar í borg. Er það eitthvað sem þú getur tjáð þig um? „Ég held það sé bara best að segja sem minnst. Náttúrulega alls konar hlutir í gangi, svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta endar.“ Spenntur fyrir næsta stórmóti Eins og fram kom í Sportpakkanum í gær sneri Janus aftur inn á völlinn eftir meiðsli um síðastliðna helgi, fyrr en áætlað var, og mun ef ekkert bakslag verður geta tekið fullan þátt í komandi Evrópumóti með Íslandi í janúar. Stórmótafiðringurinn er farinn að gera vart um sig hjá kappanum enda stutt í jólafrí hjá honum. „Ég er líka í þannig aðstöðu að ungverska deildin fer í jólafrí snemma, þann 10. desember á meðan að Þjóðverjarnir eru að spila milli jóla og nýárs, brjálað að gera og bullandi fókus. Hjá mér er bara orðið stutt í stórmót. Það eru fjórir leikir aftur fram að hléi og tekur landsliðið við næst. Ég er kominn í smá kitl í magann. Maður fer heim til Íslands um jólin með fjölskyldunni og planið er að halda áfram að æfa og vera í góðu formi ásamt því að hvíla sig. Mín vegna mættum við bara fara að undirbúa okkur fyrir EM strax 15. desember.“ Ungverski handboltinn Spænski handboltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira
Komandi Evrópumót með Íslandi er Janusi ofarlega í huga en svo líður að því að hann þurfi að taka ákvörðun um framtíð sína því samningur hans við Pick Szeged er að renna sitt skeið. „Ég er að verða samningslaus næsta sumar og er auðvitað að skoða hvað væri best að gera fyrir mig og fjölskylduna í framhaldinu. Bara fínt í þessum meiðslum að geta aðeins pásað þær hugsanir og sett einbeitinguna á að komast aftur inn á völlinn. Nú er bara að fara spila og bara vonandi, fyrir stórmót eða eftir stórmót, þarf ég einhvern tímann að ákveða hvað ég geri í sumar.“ Janus hefur verið sterklega orðaður við stórlið Barcelona og jafnvel verið gengið svo langt að fullyrða að félagsskipti hans væru klár. Þá var Janus myndaður í Barcelona í síðasta mánuði og gaf það sögusögnum byr undir báða vængi. Varstu bara að túristast í Barcelona? „Já við fjölskuldan vorum í ferskum fisk og góðu rauðvíni. Það var þarna í landsliðspásunni, fínt að skipta aðeins um umhverfi. Fá smá pásu andlega.“ Þú hefur nú verið orðaður við liðið þar í borg. Er það eitthvað sem þú getur tjáð þig um? „Ég held það sé bara best að segja sem minnst. Náttúrulega alls konar hlutir í gangi, svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta endar.“ Spenntur fyrir næsta stórmóti Eins og fram kom í Sportpakkanum í gær sneri Janus aftur inn á völlinn eftir meiðsli um síðastliðna helgi, fyrr en áætlað var, og mun ef ekkert bakslag verður geta tekið fullan þátt í komandi Evrópumóti með Íslandi í janúar. Stórmótafiðringurinn er farinn að gera vart um sig hjá kappanum enda stutt í jólafrí hjá honum. „Ég er líka í þannig aðstöðu að ungverska deildin fer í jólafrí snemma, þann 10. desember á meðan að Þjóðverjarnir eru að spila milli jóla og nýárs, brjálað að gera og bullandi fókus. Hjá mér er bara orðið stutt í stórmót. Það eru fjórir leikir aftur fram að hléi og tekur landsliðið við næst. Ég er kominn í smá kitl í magann. Maður fer heim til Íslands um jólin með fjölskyldunni og planið er að halda áfram að æfa og vera í góðu formi ásamt því að hvíla sig. Mín vegna mættum við bara fara að undirbúa okkur fyrir EM strax 15. desember.“
Ungverski handboltinn Spænski handboltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira