Félag heyrnarlausra sextíu ára Hervör Guðjónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 08:00 Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun