Suðurkjördæmi – klikkað kjördæmi Guðbrandur Einarsson skrifar 9. janúar 2020 09:00 Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Kjördæmaskipan Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun