Suðurkjördæmi – klikkað kjördæmi Guðbrandur Einarsson skrifar 9. janúar 2020 09:00 Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Kjördæmaskipan Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar