Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 3 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 20. júní 2020 09:00 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun