Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 3 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 20. júní 2020 09:00 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi allra í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið lögð á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylgt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi.Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð. Áður hefur hópurinn tekið til umfjöllunar 8. grein, Dyflinnarreglugerðina og 11. grein frumvarpsins. Nú beinum við sjónum okkar að 15. greininni. 15. grein frumvarpsins Þessi grein frumvarpsins fjallar um takmarkanir á fjölskyldusameiningu fólks sem fengið hefur stöðu sem flóttafólk hér á landi. Annars vegar skilgreinir tillagan nánar þá fjölskyldumeðlimi sem umsækjandi um alþjóðlega vernd getur kallað til Íslands, hljóti viðkomandi vernd. Hins vegar felur tillagan í sér þá skilgreiningu að sá fjölskyldumeðlimur sem kallaður er af viðkomandi umsækjanda hafi ekki sjálfur rétt á að kalla fjölskyldumeðli til sín. Dæmi. Eiginmaður fær stöðu flóttamanns og kallar síðan eiginkonu sína til sín. Eiginkonan getur ekki boðið barni sínu úr fyrra sambandi eða öldruðum foreldrum sínum til landsins vegna þessar takmörkunar. Fjölskyldusameining er mjög mikilvægt atriði fyrir fólki sem hefur fengið stöðu sem flóttamenn og vill byggja upp nýtt líf í nýju landi. Manneskja sem neyðst hefur að flýja heimaland sitt vill auðvitað sameinast fjölskyldu sinni á ný í nýja landinu.Samningur um réttarstöðu flóttamanna Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951 kveður ekki beint á um réttindi fjölskyldusameiningu flóttafólks en lokaákvæði fulltrúaráðstefnunnar sama ár (e. Final Act of the Conference of Plenipotentiaries), þar sem hún var samþykkt, staðfestir að „sameining fjölskyldunnar ... sé grundvallarréttur flóttamannsins“ og mælir með því að stjórnvöld „geri nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fjölskyldu hans, sérstaklega með því að tryggja að einingu fjölskyldunnar sé viðhaldið ... “ Í þessu samhengi viljum við að tvö atriði komi fram: 1) Við veltum því fyrir okkur hvort takmörkun þessi sé sannarlega nauðsynleg. Ef hún er nauðsynleg, er þetta þá eina leiðin til að takmarka hver má koma sem fjölskylda/fjölskyldumeðlimur? Er rétt að þau sem fengið hafa stöðu flóttamanns hafi ekki rétt á að kalla fjölskyldu sína til landsins? 2) Við teljum að mikilvægt sé að hafa í huga að fjölskyldueining getur verið mismunandi eins og við þekkjum í okkar samfélagi og einnig þegar við berum saman fjölskyldulíf í nágrannalöndum okkar. Afar erfitt og viðkvæmt getur verið að draga skýra línu hver sé náinn fjölskyldumeðlimur og hver ekki. Þess vegna ætti skilgreining á fjölskyldu að veita svigrúm í túlkun og takmarkanir á réttindum í lagaákvæðum sem byggjast á þessari skilgreiningu að fela í sér undantekningarákvæði. Við höfum bent á nokkur atriði sem við teljum vera annmarka á þessu frumvarpi. Þau tengjast beint þjónustu okkar sem prestar. En í frumvarpinu eru enn fleiri atriði sem munu skerða réttindi flóttafólks verulega til lengri tíma litið verði það að lögum. Við bendum á umsögn Rauða Krossins um frumvarpið, sem er meðal annars hægt að finna á heimasíðu Rauða krossins. Að okkar mati þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt að fylgja eftir og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið sé dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. 19. júní 2020 09:00
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar