Topp tíu 2019 Dagur B. Eggertsson skrifar 30. desember 2019 11:30 Hef verið í nánast sjálfskipuðu fjölmiðlabanni yfir jólin en viðurkenni að mér finnst skemmtilegt að horfa aðeins um öxl áður en kemur að áramótum. Áramót er bæði tími þakklætis fyrir árið sem liðið er og tími vonar þegar horft er fram á nýtt ár. Ég viðurkenni að síðasti vetur var einhver sá þyngsti sem ég man eftir og ég byrjaði árið 2019 með staf mér við hlið. En lífið varð smám saman léttara undir fæti með hækkandi sól. Stafnum hef ég getað lagt með hjálp markvissrar og öflugrar lyfjameðferðar við gigtinni. Ég sprauta mig áfram einu sinni í viku og þannig helst þessi þráláti sjúkdómur í skefjum. Þetta er miklu betri staða en ég þorði að vona fyrir rúmu ári síðan þótt ég hafi þurfti að breyta ýmsu. En það er kannski bara hollt að taka til í gömlum siðum og ósiðum af og til. Á árs afmæli veikindanna lét ég meðal annars ljósmyndara Morgunblaðsins plata mig til að klifra upp í nýja og fallega vitann okkar við Sæbraut. Það var góð tilfinning. Ég hef óneitanlega margt til að vera þakklátur fyrir. Yndislega fjölskyldu. Frábært samstarfsfólk. Lífsgæðaborg. Starfsfólk borgarinnar stendur sig Það er ekki alltaf fyrir séð hvað fær mesta athygli fjölmiðla af vettvangi borgarinnar. Á hverjum degi vinnur almennt starfsfólk borgarinnar frábær störf í umönnun, kennslu og velferðarþjónustu, snjómokstri, sorphirðu, skipulagi eða borgarhönnun og því að gera borgina fallegri svo fátt eitt sé talið. Garðyrkjudeildin er til dæmis ein þeirra sem er búin að brillera á árinu. Velferðarsviðið hefur líka verið á fleygiferð með nýjungar í þjónustu, NPA-samninga, margs konar búsetuúrræði og nýtt neyðarskýli fyrir vímuefnaneytendur. En hvað kemst í fréttir? Það getur verið önnur saga. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart að sjá að fréttin um „hjólandi borgarstjórann“ var sú mest lesna á árinu hjá Kjarnanum. Ekki bara af borgarfréttum heldur yfir höfuð! Það er ótrúlega margt sem hægt væri að hafa mörg orð um af vettvangi borgarinnar sem er sífellt í framþróun og miklum blóma. Ég er ekki frá því að nýliðið ár sé – ólíkt því sem einhverjir spáðu í upphafi - eitt það afkastamesta og árangursríkasta í langan tíma. Hér er einhvers konar topp tíu listi ársins af vettvangi borgarmálanna: Tímamóta samningar Samningur um Borgarlínu, Miklubraut í stokk, stórátak í gerð hjóla- og göngustíga: samgöngupakkinn. Samningur um að innanlandsflug flytjist í Hvassahraun reynist það flugvallarstæði góður kostur. Húsnæði fyrir alla Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í borginni og aldrei hærra hlutfall þeirra á fjölbreyttum þéttingarsvæðum og á vegum óhagnaðardrifinna byggingarfélaga sem byggja fyrir alls konar fólk. Byggingarverkefnum fyrir eldri borgara lauk í Mörk og Mjódd. Yfir fjögur hundruð stúdentaíbúðir eru langt komnar og ódýrar leiguíbúðir Bjargs eru í byggingu á fimm stöðum í borginni. Borg fyrir börn Full fjármögnuð uppbyggingaráætlun í leikskólamálum var samþykkt til að taka megi inn yngri börn og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Börnin í borginni stóðu sig best allra landhluta í nýbirtri Pisa-könnun. Skólaþróun fékk byr í seglin með nýrri menntastefnu og nýjum þróunar- og nýsköpunarsjóði fyrir skóla- og frístund. Jafnrétti Kynbundinn launamunur sem ekki skýrist af starfsaldri, menntun og fleiri afmörkuðum þáttum er kominn í 0,06%. Reykjavíkurborg hefur fengið jafnlaunavottun. Traustur rekstur Stjórnkerfi borgarinnar var einfaldað og umbætur gerðar á fjölmörgum sviðum. Rekstur borgarinnar skilar afgangi, fjárfestingar eru í sögulegu hámarki og fjárhagsstaðan er sterk hvort sem litið er til borgarsjóðs eða fyrirtækja borgarinnar. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Reykjavík Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Hef verið í nánast sjálfskipuðu fjölmiðlabanni yfir jólin en viðurkenni að mér finnst skemmtilegt að horfa aðeins um öxl áður en kemur að áramótum. Áramót er bæði tími þakklætis fyrir árið sem liðið er og tími vonar þegar horft er fram á nýtt ár. Ég viðurkenni að síðasti vetur var einhver sá þyngsti sem ég man eftir og ég byrjaði árið 2019 með staf mér við hlið. En lífið varð smám saman léttara undir fæti með hækkandi sól. Stafnum hef ég getað lagt með hjálp markvissrar og öflugrar lyfjameðferðar við gigtinni. Ég sprauta mig áfram einu sinni í viku og þannig helst þessi þráláti sjúkdómur í skefjum. Þetta er miklu betri staða en ég þorði að vona fyrir rúmu ári síðan þótt ég hafi þurfti að breyta ýmsu. En það er kannski bara hollt að taka til í gömlum siðum og ósiðum af og til. Á árs afmæli veikindanna lét ég meðal annars ljósmyndara Morgunblaðsins plata mig til að klifra upp í nýja og fallega vitann okkar við Sæbraut. Það var góð tilfinning. Ég hef óneitanlega margt til að vera þakklátur fyrir. Yndislega fjölskyldu. Frábært samstarfsfólk. Lífsgæðaborg. Starfsfólk borgarinnar stendur sig Það er ekki alltaf fyrir séð hvað fær mesta athygli fjölmiðla af vettvangi borgarinnar. Á hverjum degi vinnur almennt starfsfólk borgarinnar frábær störf í umönnun, kennslu og velferðarþjónustu, snjómokstri, sorphirðu, skipulagi eða borgarhönnun og því að gera borgina fallegri svo fátt eitt sé talið. Garðyrkjudeildin er til dæmis ein þeirra sem er búin að brillera á árinu. Velferðarsviðið hefur líka verið á fleygiferð með nýjungar í þjónustu, NPA-samninga, margs konar búsetuúrræði og nýtt neyðarskýli fyrir vímuefnaneytendur. En hvað kemst í fréttir? Það getur verið önnur saga. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart að sjá að fréttin um „hjólandi borgarstjórann“ var sú mest lesna á árinu hjá Kjarnanum. Ekki bara af borgarfréttum heldur yfir höfuð! Það er ótrúlega margt sem hægt væri að hafa mörg orð um af vettvangi borgarinnar sem er sífellt í framþróun og miklum blóma. Ég er ekki frá því að nýliðið ár sé – ólíkt því sem einhverjir spáðu í upphafi - eitt það afkastamesta og árangursríkasta í langan tíma. Hér er einhvers konar topp tíu listi ársins af vettvangi borgarmálanna: Tímamóta samningar Samningur um Borgarlínu, Miklubraut í stokk, stórátak í gerð hjóla- og göngustíga: samgöngupakkinn. Samningur um að innanlandsflug flytjist í Hvassahraun reynist það flugvallarstæði góður kostur. Húsnæði fyrir alla Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í borginni og aldrei hærra hlutfall þeirra á fjölbreyttum þéttingarsvæðum og á vegum óhagnaðardrifinna byggingarfélaga sem byggja fyrir alls konar fólk. Byggingarverkefnum fyrir eldri borgara lauk í Mörk og Mjódd. Yfir fjögur hundruð stúdentaíbúðir eru langt komnar og ódýrar leiguíbúðir Bjargs eru í byggingu á fimm stöðum í borginni. Borg fyrir börn Full fjármögnuð uppbyggingaráætlun í leikskólamálum var samþykkt til að taka megi inn yngri börn og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Börnin í borginni stóðu sig best allra landhluta í nýbirtri Pisa-könnun. Skólaþróun fékk byr í seglin með nýrri menntastefnu og nýjum þróunar- og nýsköpunarsjóði fyrir skóla- og frístund. Jafnrétti Kynbundinn launamunur sem ekki skýrist af starfsaldri, menntun og fleiri afmörkuðum þáttum er kominn í 0,06%. Reykjavíkurborg hefur fengið jafnlaunavottun. Traustur rekstur Stjórnkerfi borgarinnar var einfaldað og umbætur gerðar á fjölmörgum sviðum. Rekstur borgarinnar skilar afgangi, fjárfestingar eru í sögulegu hámarki og fjárhagsstaðan er sterk hvort sem litið er til borgarsjóðs eða fyrirtækja borgarinnar. Höfundur er borgarstjóri.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun