Dauðsföllum vegna mislinga fer fjölgandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 23:17 Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. EPA/LYNN BO BO Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira