Dauðsföllum vegna mislinga fer fjölgandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 23:17 Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. EPA/LYNN BO BO Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira