Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2025 23:48 Talið er að Trump og Marco Rubio utanríkisráðherra hans hafi einsett sér að koma stjórn Maduro frá völdum. Rubio síðarnefndi er barn Kúbverja sem flúðu byltinguna þar í landi. AP Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Ljóst er að hernaðaraðgerðir í Venesúela eru til umræðu í Washington enda hafa Bandaríkjamenn hækkað rána stanslaust undanfarið þegar kemur að eldfimum yfirlýsingum og ögrunum í garð einræðisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að hér eigist ekki við tvær ríkisstjórnir sjálfstæðra þjóða heldur Bandaríkin og glæpagengi. Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er barn kúbanskra flóttamanna og hefur einsett sér að koma einræðisstjórnum í Ameríku frá völdum, með góðu eða illu.AP/Alex Brandon Fyrir helgi flugu Bandaríkjamenn til að mynda hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela og fáeinum dögum þar á undan æfðu þeir loftárásir með B-52 sprengjuvélum á svipuðum slóðum. Trump-stjórnin hefur að einnig byggt upp hernaðargetu sína í Karíbahafinu að undanförnu. Útnefna ríkisstjórn Venesúela eiturlyfjahring og varpa sprengjum Orðræða Trump í garð stjórnvalda í Venesúela er ný af nálinni. Undir yfirskyni þess að Bandaríkjaher sé að bregðast við fíkniefnasmygli hefur ríkisstjórninni tekist að taka um fjörutíu borgara Venesúela og Kólumbíu af lífi án þess að færa fyrir því haldbær rök um að þeir hafi verið eiturlyfjasmyglarar með umfangsmikil tengsl við ríkisstjórn Maduro. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur forseti landsins ekki heimild til að lýsa öðru landi stríð á hendur en það þarf ekki að fá samþykki þingsins ef um löggæsluaðgerð er að ræða. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham sagði í dag að raunhæfur möguleiki væri á því að Bandaríkin myndu gera loftárásir á Venesúela á næstunni. „Ég held að Trump forseti hafi tekið ákvörðun um að Maduro, sem er dæmdur eiturlyfjasmyglari, þurfi að fara, að Venesúela og Kólumbía hafi verið öruggt skjól fíkniefnasala og hryðjuverkamenn of lengi,“ sagði hann í viðtali við CBS í dag. „Trump forseti sagði mér í gær að hann hefði í hyggju að greina þingmönnum frá mögulegum hernaðaraðgerðum í Venesúela og Kólumbíu þegar hann kemur aftur frá Asíu,“ sagði hann svo. Vafasöm túlkun á stjórnarskránni Kólumbísk stjórnvöld hafa hvatt Trump til að virða alþjóðalög og láta af árásunum en ljóst er að hann telji sig hafa valdið til að fara í stríð, að minnsta kosti af ummælum öldungadeildarþingmannsins að dæma. „Bush eldri réðst inn í Panama til að steypa stjórnvöldum þar af stóli, vegna þess að leiðtogar Panama voru að vinna með eiturlyfjahringjunum við að ógna landinu okkar,“ sagði Graham. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lýst þessum aðgerðum sem aftökum án dóms og laga en því hafnar Graham. „Þetta er ekki morð. Þetta kallast að vernda Bandaríkin fyrir eitri narkóhryðjuverkamanna frá Venesúela og Kólumbíu,“ sagði hann.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira