„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 11:45 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“ Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð