Erlent

Newsom í­hugar forsetaframboð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu.
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Vísir/Getty

Gavin Newsom, ríkisstjóri Demókrata í Kaliforníu, hefur látið mikið fyrir sér fara í andspyrnu sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur einnig verið títt orðaður við framboð til forseta í næstu kosningum og sagði í dag að hann íhugaði alvarlega að gefa á sér kost.

Gavin Newsom hefur verið ríkisstjóri í Kaliforníu frá árinu 2019 og má þar af leiðandi ekki bjóða sig fram til annars kjörtímabils. Hann hefur á síðastliðnu ári gert sig að einhverjum fyrirferðarmesta mótherja Trump forseta með kröftugri samfélagsmiðlaherferð og frumvarpi sem stjórn hans lagði fram um kjördæmaskipan sem viðbragð við tilraunum Repúblikana í Texas til að í raun gulltryggja sér þingsæti með því að taka til sín kjördæmaskipanavöldin.

Newsom var spurður í viðtali við CBS í dag hvort hann hefði íhugað framboð til forseta.

„Já, ég lygi annars. Ég væri bara að ljúga og það get ég ekki gert,“ var svarið hans.

Samkvæmt skoðanakönnun sem CBS framkvæmdi fyrr í mánuðinum vilja 72 prósent Demókrata og 48 prósent kjósenda að Newsom gefi kost á sér í embætti forseta í næstu kosningum. Frá því að Donald Trump tók við embættinu í byrjun árs hefur fylgi hans í embætti ríkisstjóra Kaliforníu einnig hækkað.

Í viðtalinu áréttaði hann þó að hann tæki ekki ákvörðun um mögulegt framboð fyrr en eftir einhver ár.

„Örlögin ráða því,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×