Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2025 14:44 Hermaður í stjórnarher Súdan gengur hjá skemmdum grafreitum í Khartoum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. GettY/Giles Clarke Leiðtogar uppreisnarsveita Rapid Support Forces (RSF) í Súdan segjast hafa handsamað höfuðstöðvar stjórnarhersins í borginni el-Fasher. RSF-liðar hafa setið um borgina um langt skeið en hún er sú stærsta í Darfur-héraði sem stjórnin heldur enn. Óttast er að blóðbað muni fylgja á hæla falls borgarinnar, þar sem að minnsta kosti 250 þúsund manns eru talin búa. Í yfirlýsingu segir að RSF hafi handsamað mikið magn hergagna og farartækja í borginni en fall herstöðvarinnar hefur verið staðfest með myndefni sem birt hefur verið á netinu. Um mikið högg fyrir stjórnarher Súdan er að ræða. Stjórnarherinn heldur enn hlutum borgarinnar en talið er að þeir muni falla tiltölulega fljótt í hendur RSF, samkvæmt frétt BBC. Sakaðir um ódæði Al Jazeera segir að í síðustu viku hafi leiðtogar RSF sagt að óbreyttum borgurum og hermönnum sem gæfust upp yrði hleypt í gegnum umsáturslínur þeirra. Þeir sem flúðu tilkynntu þó í kjölfarið rán, kynferðisofbeldi og morð. Svipaðar fregnir hafa margsinnis borist frá Súdan. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi en spjótin hafa oftar en ekki beinst að RSF. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað RSF-liða um margvíslega glæpi gegn mannkyninu vegna umsátursins sem staðið hefur yfir í um eitt og hálft ár. Meðal annars hafa vígamennirnir grafið skurði kringum borgina, til að gera fólki erfiðara að flýja þaðan. Varað var við því að þúsundir áttu á hættu að deyja úr hungri vegna umsátursins. Grimmileg átök Stríðsástand hefur lengi ríkt í Súdan. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ráðamenn þar hafa verið sakaðir um að styðja RSF á laun um árabil og flytja mikið magn vopn til uppreisnarmannanna, sem er bannað samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan skiptist nú að miklu leyti í þrjá hluta. Stjórnarherinn ræður ríkjum í suðausturhlutanum og norður með Nílá. RSF stjórnar svo suðvesturhlutanum og landamærum Súdan og Líbíu í norðvestri. Aðrir hlutar landsins eru að mestu eyðimörk eins og sjá má á kortinu hér að neðan, sem gert var af greinandanum Thomas van Linge. Sudan 🇸🇩 MAP UPDATE: the situation in Sudan as of 01/10/2025.-This past month the SAF achieved some critical victories in northern Kordofan, seizing control of Bara and pushing the RSF further away from the city of El Obeid. But the RSF assault on El Fasher has only intensified pic.twitter.com/DP8t9BQTMH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 1, 2025 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum talað um að hann vilji binda enda á stríðið í Súdan. Hann virðist þó ekki hafa beitt sér í þeim tilgangi enn sem komið er.Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Súdan Tengdar fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur sakfellt súdanska uppreisnarleiðtogann Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna brota sem framin voru í Darfúr-héraði í Súdan fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. 7. október 2025 12:50 Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. 30. september 2025 10:37 Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ísland er enn eina ferðina friðsælasta lands heims, samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Ríkið hefur vermt efsta sæti listans frá árinu 2008. Síðan byrjað var að gefa skýrsluna út á ári hverju hefur heimurinn þó aldrei verið minna friðsæll. 31. ágúst 2025 09:49 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Í yfirlýsingu segir að RSF hafi handsamað mikið magn hergagna og farartækja í borginni en fall herstöðvarinnar hefur verið staðfest með myndefni sem birt hefur verið á netinu. Um mikið högg fyrir stjórnarher Súdan er að ræða. Stjórnarherinn heldur enn hlutum borgarinnar en talið er að þeir muni falla tiltölulega fljótt í hendur RSF, samkvæmt frétt BBC. Sakaðir um ódæði Al Jazeera segir að í síðustu viku hafi leiðtogar RSF sagt að óbreyttum borgurum og hermönnum sem gæfust upp yrði hleypt í gegnum umsáturslínur þeirra. Þeir sem flúðu tilkynntu þó í kjölfarið rán, kynferðisofbeldi og morð. Svipaðar fregnir hafa margsinnis borist frá Súdan. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi en spjótin hafa oftar en ekki beinst að RSF. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað RSF-liða um margvíslega glæpi gegn mannkyninu vegna umsátursins sem staðið hefur yfir í um eitt og hálft ár. Meðal annars hafa vígamennirnir grafið skurði kringum borgina, til að gera fólki erfiðara að flýja þaðan. Varað var við því að þúsundir áttu á hættu að deyja úr hungri vegna umsátursins. Grimmileg átök Stríðsástand hefur lengi ríkt í Súdan. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ráðamenn þar hafa verið sakaðir um að styðja RSF á laun um árabil og flytja mikið magn vopn til uppreisnarmannanna, sem er bannað samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan skiptist nú að miklu leyti í þrjá hluta. Stjórnarherinn ræður ríkjum í suðausturhlutanum og norður með Nílá. RSF stjórnar svo suðvesturhlutanum og landamærum Súdan og Líbíu í norðvestri. Aðrir hlutar landsins eru að mestu eyðimörk eins og sjá má á kortinu hér að neðan, sem gert var af greinandanum Thomas van Linge. Sudan 🇸🇩 MAP UPDATE: the situation in Sudan as of 01/10/2025.-This past month the SAF achieved some critical victories in northern Kordofan, seizing control of Bara and pushing the RSF further away from the city of El Obeid. But the RSF assault on El Fasher has only intensified pic.twitter.com/DP8t9BQTMH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 1, 2025 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum talað um að hann vilji binda enda á stríðið í Súdan. Hann virðist þó ekki hafa beitt sér í þeim tilgangi enn sem komið er.Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi
Súdan Tengdar fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur sakfellt súdanska uppreisnarleiðtogann Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna brota sem framin voru í Darfúr-héraði í Súdan fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. 7. október 2025 12:50 Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. 30. september 2025 10:37 Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ísland er enn eina ferðina friðsælasta lands heims, samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Ríkið hefur vermt efsta sæti listans frá árinu 2008. Síðan byrjað var að gefa skýrsluna út á ári hverju hefur heimurinn þó aldrei verið minna friðsæll. 31. ágúst 2025 09:49 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur sakfellt súdanska uppreisnarleiðtogann Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman, einnig þekktur sem Ali Kushayb, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna brota sem framin voru í Darfúr-héraði í Súdan fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. 7. október 2025 12:50
Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. 30. september 2025 10:37
Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ísland er enn eina ferðina friðsælasta lands heims, samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Ríkið hefur vermt efsta sæti listans frá árinu 2008. Síðan byrjað var að gefa skýrsluna út á ári hverju hefur heimurinn þó aldrei verið minna friðsæll. 31. ágúst 2025 09:49