Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 15:51 Veggmynd af Catherine Connolly sem gæti vel orðið næsti forseti Írlands. Henni er sagt hafa tekist að sameina annars sundurleitan hóp vinstrimanna. Vísir/EPA Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO. Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO.
Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira