Brighton er í 12.sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 13 umferðir en liðið hafnaði í 17.sæti á síðustu leiktíð eftir að hafa endað í 15.sæti sem nýliði í deildinni tímabilið 2017/2018.
Potter er 44 ára gamall Englendingur sem kom sér á kortið þegar hann stýrði sænska liðinu Östersund en hann kom liðinu úr sænsku D-deildinni upp í Allsvenskan og alla leið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar á þeim átta árum sem hann stýrði sænska liðinu.
Hann stýrði Swansea í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.
BREAKING: It's a new deal for the boss!
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 26, 2019
Graham Potter's contract has been extended until 2025!#BHAFC