Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 07:31 Vitor Pereira, knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers, fagnar hér sigrinum á Tottenham í gær. Getty/ Chris Brunskill Vitor Pereira stýrði Wolves til 4-2 sigurs á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fjórði sigurleikur Úlfanna í röð og þeir hafa ekki náð því í meira en hálfa öld. Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira