Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 15:02 André Onana spilar á morgun en Joshua Zirkzee spilar ekki aftur fyrr en á næstu leiktíð. Getty/Malcolm Couzens Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að André Onana yrði í marki United í leiknum mikilvæga við Lyon annað kvöld. Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira