Martröð leigusalans Kristinn Svansson skrifar 13. nóvember 2019 08:30 Það er sennilega fátt eins hremmilegt í augum leigusalans og leigutaki sem stendur ekki skil á greiðslu húsaleigu á tilskildum tíma sem er vitaskuld aðalskyldan sem á herðum hans hvílir. Álíka válegt er ólátabelgur sem virðir að vettugi húsreglur og lagafyrirmæli er mæla fyrir um gagnkvæma tillitsskyldu og sinnir í engu tilkynningum leigusala um betrun. Hafi leigusali ekki sinnt aðgæsluskyldu sinni við val á leigjanda með fullnægjandi hætti, svo sem með könnun á hans högum og öflun meðmæla - nú, eða hann hefur lagst í viðhlítandi rannsóknarvinnu en útkoman er engu að síður slíkur misindismaður sem áður er lýst, er með eindæmum brýnt að bregðast skjótt og rétt við. Séu vanefndir leigutaka verulegar og ljóst er að hann muni ekki víkja af fasteign leigusala af sjálfsdáðum þarf alla jafna að krefjast þess að viðkomandi verði borinn út úr viðkomandi íbúð. Útburðarmál eru nákvæmisverk og krefjast skjótra vinnubragða í því skyni að tryggja hagsmuni leigusala að því leyti að hið leigða spillist ekki enn frekar eða fjárhagslega hagsmuni hans með hliðsjón af skilvísum greiðslum. Sé umsamið leigugjald ógreitt er fyrsta aðgerð leigusala að senda leigutaka greiðsluáskorun með skriflegum og sannanlegum hætti. Nauðsynlegt er að umrædd greiðsluáskorun sé send eftir að greiðslan er fallin á gjalddaga og því jafnframt lýst yfir að leigusali áskilji sér rétt til að beita riftunarheimild sinni sé áskoruninni eigi sinnt innan lögmælts frests. Áreiðanlegast er að framangreind áskorun sé birt leigutaka með stefnuvotti. Næsta aðgerð leigusala, hafi framangreindri áskorun ekki verið sinnt, er að tilkynna leigutaka um riftun húsaleigusamningsins. Skal sú tilkynning vera skrifleg og grundvöllur riftunarinnar reifaður. Aftur, mælt er með því að tilkynningin sé birt leigutaka með stefnuvotti. Þá skal þeim tilmælum jafnframt beint til leigutaka að yfirgefa hið leigða ella þola útburð. Sitji leigutaki enn sem fastast í híbýli leigusala er óhjákvæmilegt að kalla eftir atbeina yfirvalda í því skyni að fá honum vikið úr húsakynnum hans. Þegar hér er komið við sögu skiptir sköpum að forleikurinn hafi verið rétt spilaður enda kunna minnstu frávik frá lögboðnum fyrirmælum að girða fyrir útgáfu aðfararheimildar af hálfu dómstóla og þar með fyrri aðgerðir leigusala einskisnýtar. Á þessu stigi máls ræður úrslitum að vel hafi verið vandað til verka og að þau gögn sem undanfarinn hefur af sér leitt áður en til dómstóla er komið skapi fullnægjandi grundvöll aðfararbeiðninnar enda felur málsmeðferðin í útburðarmálum í sér ströng skilyrði um gögn sem heimilt er að leggja fram. Að mörgu leyti eiga sambærilegar reglur við um ferli útburðar leigutaka í tilviki óviðunandi hátternis. Þannig er áríðandi að tryggilega sé haldið utan um allar kvartanir, tilkynningar og ábendingar til leigutaka fari svo að framferði hans rétti sig ekki við. Í því ferli sem nú hefur verið gróflega lýst eru nákvæm og skjót vinnubrögð gullsígildi svo að hagsmunir leigusala séu vandlega tryggðir. Í því sambandi er traustur bakhjarl nauðsynlegur svo málið fái skjóta og farsæla úrlausn.Höfundur er löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Það er sennilega fátt eins hremmilegt í augum leigusalans og leigutaki sem stendur ekki skil á greiðslu húsaleigu á tilskildum tíma sem er vitaskuld aðalskyldan sem á herðum hans hvílir. Álíka válegt er ólátabelgur sem virðir að vettugi húsreglur og lagafyrirmæli er mæla fyrir um gagnkvæma tillitsskyldu og sinnir í engu tilkynningum leigusala um betrun. Hafi leigusali ekki sinnt aðgæsluskyldu sinni við val á leigjanda með fullnægjandi hætti, svo sem með könnun á hans högum og öflun meðmæla - nú, eða hann hefur lagst í viðhlítandi rannsóknarvinnu en útkoman er engu að síður slíkur misindismaður sem áður er lýst, er með eindæmum brýnt að bregðast skjótt og rétt við. Séu vanefndir leigutaka verulegar og ljóst er að hann muni ekki víkja af fasteign leigusala af sjálfsdáðum þarf alla jafna að krefjast þess að viðkomandi verði borinn út úr viðkomandi íbúð. Útburðarmál eru nákvæmisverk og krefjast skjótra vinnubragða í því skyni að tryggja hagsmuni leigusala að því leyti að hið leigða spillist ekki enn frekar eða fjárhagslega hagsmuni hans með hliðsjón af skilvísum greiðslum. Sé umsamið leigugjald ógreitt er fyrsta aðgerð leigusala að senda leigutaka greiðsluáskorun með skriflegum og sannanlegum hætti. Nauðsynlegt er að umrædd greiðsluáskorun sé send eftir að greiðslan er fallin á gjalddaga og því jafnframt lýst yfir að leigusali áskilji sér rétt til að beita riftunarheimild sinni sé áskoruninni eigi sinnt innan lögmælts frests. Áreiðanlegast er að framangreind áskorun sé birt leigutaka með stefnuvotti. Næsta aðgerð leigusala, hafi framangreindri áskorun ekki verið sinnt, er að tilkynna leigutaka um riftun húsaleigusamningsins. Skal sú tilkynning vera skrifleg og grundvöllur riftunarinnar reifaður. Aftur, mælt er með því að tilkynningin sé birt leigutaka með stefnuvotti. Þá skal þeim tilmælum jafnframt beint til leigutaka að yfirgefa hið leigða ella þola útburð. Sitji leigutaki enn sem fastast í híbýli leigusala er óhjákvæmilegt að kalla eftir atbeina yfirvalda í því skyni að fá honum vikið úr húsakynnum hans. Þegar hér er komið við sögu skiptir sköpum að forleikurinn hafi verið rétt spilaður enda kunna minnstu frávik frá lögboðnum fyrirmælum að girða fyrir útgáfu aðfararheimildar af hálfu dómstóla og þar með fyrri aðgerðir leigusala einskisnýtar. Á þessu stigi máls ræður úrslitum að vel hafi verið vandað til verka og að þau gögn sem undanfarinn hefur af sér leitt áður en til dómstóla er komið skapi fullnægjandi grundvöll aðfararbeiðninnar enda felur málsmeðferðin í útburðarmálum í sér ströng skilyrði um gögn sem heimilt er að leggja fram. Að mörgu leyti eiga sambærilegar reglur við um ferli útburðar leigutaka í tilviki óviðunandi hátternis. Þannig er áríðandi að tryggilega sé haldið utan um allar kvartanir, tilkynningar og ábendingar til leigutaka fari svo að framferði hans rétti sig ekki við. Í því ferli sem nú hefur verið gróflega lýst eru nákvæm og skjót vinnubrögð gullsígildi svo að hagsmunir leigusala séu vandlega tryggðir. Í því sambandi er traustur bakhjarl nauðsynlegur svo málið fái skjóta og farsæla úrlausn.Höfundur er löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar